Færsluflokkur: Íþróttir
Eðal Fjarðabyggðarslagur í Visa-bikarnum 26.maí
Sem er í dag
Uppgjör Austfirsku Utandeildarliðanna í keppninni
Knattspyrnufélag Reyðarfjarðar gegn Boltafélagi Norðfjarðar 1996
Stærra getur það ekki orðið Vinur!
KL 20:00 óstundvíslega
mæting leikmanna 19:00 stundvíslega
Þú veist hvað þú átt að gera
Þú veist hvar þú átt að vera
Vinur
Koma svo Hvítir!!!
Íþróttir | 26.5.2008 | 00:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Loksins kom sigurleikur, en sáðast unnum við 11manna leik í ágúst á síðasta ári þegar við lékur Þristara grátt 5-1. Leikurinn dag var ágætlega spilaður á köflum en annars duttum við niður á lágt plan enda kannski erfitt að halda einbeitingu þegar forustan er örgugg.
liðið í dag (4-4-2):
Björgvin Snær
Páll Kjartan Bragi Sindri Freyr Símon
Lexi Stjáni Svavars Brimir Stefán Ingi
Vignir Örn Ævar
Sem sagt óvenjulega sóknarsinnuð uppstilling í dag,
á bekknum voru svo; Addi, Steini, Arnar G, Eiki Smile og Valli.
markarskorar í dag voru Lexi með 3, Vignir 2 og Ævar, Steini, Valli og Símon með 1 hver.
Varðandi Huginsleikinn þá frestast hann til næstu helgar, hvort við náum að finna lið til að spila við okkur á sunnudaginn veit ég ekki
Íþróttir | 1.5.2008 | 16:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Nú er komið að blása lífi í glóðirnar að nýju
Tveir æfingaleikir á döfinni:
Sá fyrri núna á fimmtudaginn, 1.maí, kl 11:00 í Höllinni á móti 3.flokk KFF
Sá seinni er reyndar óstaðfestur en verður sennilega á sunnudaginn 4.maí
á móti Huginn Seyðis, tímasetning er ekki enn komin á hreint.
Það er ljóst að við þurfum e-n mannskap í þessa leiki og því bið ég þá sem hafa áhuga á því að spila eðal knattspyrnu að melda sig!!!
Íþróttir | 29.4.2008 | 19:59 (breytt kl. 22:45) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Einn af stofnfélugum félagsins, Alexander Freyr Sigurðsson sneri nú fyrir stuttu aftur til okkar eftir stutta dvöl hjá Fjölni. Lexi hefur leikið 20 leiki fyrir félagið (KR og Súluna) og skorað í þeim 6 mörk. Lexi getur leyst margar stöður á vellinum og fyrir okkur hefur hann ma spilað sem markvörður, bakvörður, framherji og kantari sem er hans aðal staða. Lexi hefur á sínum ferli einnig spilað með Þrótti Nes, Val Rfj , Gerpi, Leikni Fásk, Snerti og nú síðast Fjölni.
Lexi var einn af aðeins 3 sem spiluðu alla deildarleikina með Súlunni 2006, hann var hins vega lítið fyrir austan síðasta sumar og náði því aðeins 5 leikjum í deildinni. Lexi mætir hins vegar alltaf þegar hann er fyrir austan og það er akkúrat þannig menn sem við þurfum. Við erum því mjög ánægðir með að fá Lexa aftur og han verður klár í slaginn gegn BN 26.maí.
En að öðrum málum þá er næsti æfingaleikur gegn 3.fl KFF og er stefnt á að hafa hann næstu helgi. Nánari tímasetning kemur síðar en gott væri að menn myndu taka helgina frá, það er ekkert gaman að mæta í þessa leiki með vængbrotið lið!!!!
Íþróttir | 24.4.2008 | 22:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eins og flestir eflaust vita þá munum við ekki taka þátt í 3.deildinni í sumar af ýmsum ástæðum, við munum samt sem áður spila í utandeildinni og í Visa bikarnum en þar eigum við leik við BN 26.maí. Stefnan er svo að vera komnir með lið í deild 2009, í seinasta lagi 2010.
Varðandi utandeildina í sumar hef ég litlar fréttir en býst við að hún í kringum 20.júní líkt og í fyrra, sem er reyndar alltof seint. Leikirnir síðasta sumar voru líka alltof fáir, skitnir 8 leikir (9 með vetrarbrunaleiknum) sem er ekki neitt, helst vildum við sjá að deildin byrjaði fyrr og væri með 12-14 leikjum á lið, sem væri algjör snilld... en þetta ræðst víst allt af áhuga hinna liðanna.
Svo er alltaf stóra spurningin hvaða lið verða með næsta sumar, býst fastlega við því að Einherji, Þristurinn, UMFB, 6.Apríl og BN verði með auk okkar, þó ég viti svosum ekkert um það. Dýnamó Höfn hafa verið í einhverri lægð en það er vonandi að þeir verði með líka, svo hlýtur Neisti að vera með lið en þeir verða ekki með í 3.deildinni eins allir vita. Höttur B er hins vegar kominn í 3.deildina og heitir núna Spyrnir. Svo er alltaf spurning með lið eins og KF Fjarðál og Hrafnkel Freysgoða og hvort einhver ný lið bætist við. það væri ekki leiðinlegt að fá komment ef menn úr öðrum liðum vita eitthvað meir.
Það sem við ætlum að reyna í sumar er að skapa fastskipaðri hóp, síðustu 2 sumur hafa margir leikmenn bara verið að spila 1-4 leiki en til þess að við þróumst eitthvað sem lið þurfum við að vera fleiri sem erum tilbúnir að fórna vinnu og öðru og mæta í alla leiki. Þetta sást best á páskamótinu þar sem við mættum liðum með mun fastskipaðri hópa en við og rúlluðu yfir okkur. Þetta er þó allt í áttina hjá okkur og sömu leikmennirnir hafa verið að mæta í alla æfingaleiknina í bland við nokkra part-timers.
Æfingar þessa daganna eru sameiginlegar með Leikni Fásk, næsta æfing er einmitt núna í kvöld(þriðjudag) kl 20:30. Æfingasókn hjá okkar mönnum hefur verið að drappast niður síðustu vikurnar og er vægast sagt döpur, það dregur niður alla starfsemi félagsins svo ég skora á menn að fara að láta sjá sig. Æfingaleikur verður svo haldinn á næstunni, við hverja og hvenær skýrist síðar.
framkvæmdastjórinn
Íþróttir | 15.4.2008 | 18:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
HEF mótið fór ekki vel hjá okkur, og við þurftum að þola 3 stór töp og misstum unnin leik niður í jafntefli gegn Leikni. Í fyrsta leiknum gegn Hetti áttum við aldrei séns, en Höttur var með langbesta liðið á mótinu og vann alla leiki sína stórt nema leik sinn gegn Huginn. Hópur okkar í þessum leik var mjög þunnur og mikið um forföll og leikurinn endaði 10-0 héraðsmönnum í vil.
Annar leikurinn var gegn Leikni Fásk en þeir höfðu styrkt lið sitt með nokkrum leikmönnum frá Neista og löndum fyrrum Júgóslavíu. Við yfir spiluðum Búðamenn í fyrri hálfleik og framan af seinni hálfleik og leiddum 3-0 þegar hálftími var eftir. Þá hættum við alveg og Leiknismenn nýttu tækifærið og jöfnuðu leikinn nánast með flautumarki.
Þriðji leikurinn okkar var gegn Spyrni frá Egilsstöðum/Fellabæ en þeir telfdu aðallega fram 2.flokks leikmönnum í bland við gamla refi frá Hetti. Á pappírnum var okkar lið afar sterkt í þessum leik en úrslitin ekki í samræmi við það. Við vorum sterkari í fyrri hálfleik en gáfum Héraðsmönnum 3 ódýr mörk í fyrri hálfleik auk þess að eitt lyktaði af rangstöðu. Ævar og Pétur náðu þó að skora fyrir okkur. Í seinni hálfleik tóku Spyrnismenn öll völd eftir að hafa bætt 5ta markinu við, 6. markið fylgdi svo fljótlega í kjölfarið og 7. markið kom úr vítaspyrnu. Áttunda markið var svo það allra flottasta en það var sjálfsmark okkar manna eftir samskiptaleysi milli varnar og markmanns.
Lið okkar í þessum leik:
Óli
Sævar Ingvar Sigurvin Símon
Ísak Jói Viktor Stefán
Pétur Ævar
Bekkur: Einar, Palli, Gummi, Reynir, Jón og komu allir við sögu
Síðasti leikurinn fór svo fram í gær í nístingskulda á Fellavelli gegn liði Hugins Seyðisfyrði
Hópur okkar var þunnskipaður í þessum leik, og neyddist Óli formaður til að spila meiddur í markinu.
Liðið í gær
Óli
Gummi Kjartan B Ingvar Konni
Brimir
Jón Ísak Jói Baldur
Ævar
Á bekknum voru Palli og Biggi sem var á láni frá Huginn Fellum
Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik. Huginsmenn komust yfir með góðu skoti og bættu forskotið eftir hornspyrnu. Konni náði svo minnka muninn fyrir okkur eftir fyrirgjöf frá Jóa en Huginsmenn komust í 3-1 aftur eftir skot utan af velli. Það sem eftir leið fyrri hálfleiks sóttum við meira, Ingvar átti góðan skalla eftir hornspyrnu, Ævar stal boltanum af Hafcent Seyðfirðinga og komst einn í gegn en markmaðurinn sá við honum og á lokasekúndum hálfleiksins fór fast skot Baldurs rétt utan við stöngina. Í seinni hálfleiknum hrundi leikur okkar, við spiluðum á móti vindi og fórum illa útúr stungusendingum Huginsmanna. Við áttum þó nokkur færi en nýttum þau ekki. Staðreyndin 10-1 eða 11-1 tap, óþarflega stór úrslit miðað við leikinn og ljóst að við eigum að geta betur.
En við enduðum í neðsta sæti á mótinu með aðeins 1 stig úr 4 leikjum. Ég við þó nota tækifærði og þakka Spyrnismönnum fyrir stórskemmtilegt mót sem vonandi verður að árlegum viðburð, og vonandi verða þá úrslitin skaplegri fyrir okkur!
Íþróttir | 25.3.2008 | 14:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Spiluðum við Leikni í gær í HEF-mótinu og vorum miklu betri og hefðum átt að klára leikinn auðveldleg, fengum fullt af færum sem við nýttum ekki og ég veit ekkki hvað og hvað. Við komumst þó í 3-0 með 2 mörkum frá Ævari og Pétri og þannig var staðan þegar hálftími var eftir. En þá dundu ósköpin yfir og Fáskrúðsfirðingarnir jöfnuðu, síðasta markið kom á lokasekúndum leiksins og eins og gefur að skilja voru menn mjög svekktir í leikslok.
Liðið í gær
Óli
Símon Sigurvin Björgólfur Freyr
Palli Gísli Ingvar Jói
Ævar Pétur
á bekknum voru, Viktor, Bjössi Ben, Ísak, Gummi, Einar, Elvar, Ari og komu allir inná
En eftir svekkelsi gærdagsins er ráð að rífa sig upp og taka Fellbæingana í Spyrni á morgun, en leikurinn verður kl 2 á morgun á Fellavelli
Mæting fyrir okkar menn ef það skildi hafa farið framhjá einhverjum er 12:20 í Olís hér á Reyðarfirði
Íþróttir | 20.3.2008 | 23:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Skellur í fyrsta leik í HEF mótinu: Höttur 10-0 Reyðarfjörður (9-0 reyndar taldi ég en það skiptir svosum ekki öllu)
Leikurinn byrjaði svosum ekki illa og höfðum við alveg í við sterka Hattarana í fyrri hálfleik. Hattarar náðu þó að skora 2 mörk í fyrri hálfleiknum og bættu svo því 3ja við úr víti skömmu fyrir hálfleik. Í byrjun seinni hálfleiks áttum við svo okkar bezta færi í leiknum þegar Ævar slapp einn í gegn en markamaður Hattar tók hann niður rétt fyrir utan vítateig, skólabókardæmi um rautt spjald en markmaðurinn var heppinn og uppskar aðeins gult. Skömmu síðar skoruðu Hattarar 4 markið eftir að sóknarmaður þeirra slapp einn í gegn, vissulega rangstöðulykt af því marki. Eftir þetta er eins og við gefumst upp og hættum og eftirleikurinn því auðveldur fyrir Héraðsmenn sem röðuðu inn mörkunum. Skratlegast af þeim var þó markið þegar boltinn var kominn meter aftur fyrir endalínuna. En það skiptir svosum ekki öllu Hattarar voru bara miklu betri og aldrei spurning hvoru megin sigurinn lenti.
Byrjunarliðið í gær:
Óli (M)
Sævar Svanur Kjartan B Jón Bj
Ísak Bjössi Ben
Arnar Konni Palli
Ævar
Á bekknum voru Eiríkur og Egill Gunnars. Eins og gefur að skilja var mikið af forföllum í okkar liði, en það er hlutur sem við verðum að fara að bæta úr, gott tækifæri til þess er núna á miðvikudaginn, en þá mætum við Leikni Fásk hér í Höllinni og væri nú ekki verra að við myndum vinna okkar fyrsta leik á undirbúningstímabilinu!!!!
Ps það er rétt að geta þess að þetta var kveðjuleikur Svans fyrir félagið en hann er á förum til Danmerkur og viljum vð þakka honum fyrir góð störf í þágu félagsins.
Íþróttir | 16.3.2008 | 19:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Spyrnir frá Fljótsdalshéraði tók sig til og halda glæsilegt mót um páskanna, nefnilega HEF Mótið, en það er frábært framtak. Okkar dagskrá í mótinu er á þá leið:
Laugardagur 15.mars kl 11 Höttur
Miðvikudagur 19 mars kl 19 Leiknir
Föstudagur 21 mars kl ?? Spyrnir (gæti líka verið laugardaginn 22.)
Mánudagur 24.mars kl ?? Huginn
Nú viljum við að menn mæti vel í þetta, því ef við erum með okkkar sterkasta lið er þetta þrusu gaman og við getum þá náð góðum úrslitum.
Íþróttir | 12.3.2008 | 22:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það fór heldur betur ekki vel hjá okkur í gær i N1 viðureign okkar við Hött í vetur. Skemmst er frá því að segja Hattarar stjórnuðu leiknum frá a-ö og niðurstaðan hræðilegt stórtap 8-0.
Leikurinn er einn sá allra slakasti sem við höfum spilað en ég ætla svosum ekkert að fara nánar út í það hér. Eitthvað virtust menn uppteknir við misalvarlega hluti því mikið var um forföll í okkar liði. Það er hlutur sem við verðum að fara að bæta úr, þó þetta séu bara æfingaleikir þurfum við að setja smá alvöru í þá, það er alveg á hreinu.
Ég held að þó sé best að gleyma þessum leik aðeins um stund og rífa upp um sig brækurnar, annað kvöld, þ.e. þriðjudagskvöld er sameiginleg æfing hjá Reyðarfirði og Leikni F kl 20:30 í Höllini og er vonandi að menn sjái sér fært að mæta.
Það sem er á döfinni hjá okkur næstu daga er páskamót sem Spyrnismenn ætla að halda á Fellavelli um páksahelgina eins og glöggir lesendur hafa eflaust áttað sig á. Gert er ráð fyrir 4 liðum í mótinu og því 3 leikjum og má búast við að sá fyrsti verði miðvikudaginn 19.mars.
Þeir leikmenn sem spiluðu í gær voru: Stefán Ingi, Brimir, Kjartan Bragi, Jón Björgólfs, Valli, Bjössi Ben, Arnar, Marinó, Eiríkur, Ævar, Biddi, Símon og Geilsi Hreins. Jóhann Örn og Óli formaður komu svo í hálfleik.
Nú er bara um að gera að rífa sig upp og láta skína í fésið á sér á þriðjudaginn!!!
Kjartan Bragi
Íþróttir | 3.3.2008 | 13:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Færsluflokkar
Tenglar
Boltinn
- Gamla síðan !!!!
- KFF Fjabbarnir
- Leiknir F Leiknir International
- Utandeildin Malarvinnsludollan!!!
- Dýnamo Höfn Sovéski björninn
- 06.Apríl Seyðfirðingarnir
- http://
Um liðið
- Stjórnin Stjórn Félagsins
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar