Færsluflokkur: Íþróttir

næsti leikur, ATH breyting

Leikurinn verður kl 20:00 á Borgarfirði en ekki kl 6, hittumst í olís kl 17:30 og rúllum af stað

Flottir sigrar, og næsti leikur á mánudag

Höfum unnið tvo góða sigra núna í röð, fyrst á sunnudaginn á höfn í heldur betur skrautlegum leik, fórum bara 11 í leikinn, á 50 mín meiðist Kjartan Bragi og eftir það erum við bara 10 ( líkt og hornfirðingar líka), seinna í leiknum er svo Nad rekinn útaf ásamt einum Dýnamó manni þannig leikurinn endar 9 á móti 9.  Mikið var um ný andlit hjá okkur í leiknum og stóðu sig allir með prýði og einn þeirra, sigþór, náði mas að skora, Ævari tókst líka þótt ótrúlegt sé að skora, loka tölur 2-0 fyrir okkur:

Liðið: Lexi (m) - Nad, Kjartan Bragi, Matti, Jón Björgólfs -  Sigþór, Arnar, Davíð Brynjar, Eiki -Ævar, Bjarki

 

Í gær spiluðum við gegn Þristinum frá Hallormstað í Höllinni.  Þristarmenn voru með nokkuð breytt lið frá leik liðanna á Fellavelli fyrr í sumar og nokkur andlit úr Hetti/Spyrni. Nokkur forföll voru í okkar liði sem annars var þannig skipað:

Ævar (m) - Matti, Arnór, Heiðar, Gummi Rúnar - Sölvi, Hilmar, Vignir, Baldur - Arnar, Sigþór

Bekkur: Eiki, Bjarki, Arnar, Heiðar og Símon

Leikurinn var í járnum allan tímann og bæði lið sköpuðu sér nokkur færi.  Eina mark leiksins skoraði Arnar í seinni hálfleik eftir góðan undirbúning frá Baldri sem labbaði í gegnum alla Þristarvörnina.  Einnig átti Ævar stórleik í markinu og bjargaði oft vel.  Þrátt fyrir harða hríð að okkar marki undir lokinn tókst okkur að halda hreinu og lokutölur 1-0 fyrir okkur.

 Við erum því efstir og jafnir með Þristurum með 12 stig eftir 7 leiki.  Næsti leikur okkar er á Seyðisfirði við 06.Apríl á mánudaginn kl 20:00 en ekki á sunnudaginn eins og áður var auglýst

Held það sé ekki meira í bili...


Taphrinan heldur áfram

Það á ekki að falla með okkur þetta árið.  Við mættum aðeins 12 til leiks á Neskaupstað og því mikið um forföll eins og gefur að skilja.  Hið sama var ekki uppá teningnum hjá Boltafélaginu sem voru nánast með heilt lið á bekknum, en ákváðu þó að styrkja liðið sitt með tveimur leikmönnum frá Fjarðabyggð.  Það þykir mönnum merkilegt enda hafa BN farið mikinn undanfarið og talað um hversu siðlaust það sé að liðin séu að nota meistaraflokksmenn í þessari deild.  Það skal þó taka fram að leikmennirnir voru báðir löglegir með þeim í þetta skiptið.

 Leiksins verður sennilega seint minnst fyrir áferðarfallegan fótbolta og var bara kýlingar á báða vegu.  1-0: Við náum ekki að hreinsa hornspyrnu og boltinn berst til Sævars KFF manns sem var einn og óvaldaður í teignum og skorar með góðu skoti:

1-1: Eins og svo oft prjónum við okkur í gegnum vörn þeirra og Arnar er felldur í teignum, víti réttilega dæmt, Baldur fer á punktinn og setur hann nokkuð örugglega

2-1: Jón Hilmar sleppur einn í gegn eftir mistök í vörn okkar og skorar fram hjá Lexa

3-1: Strax í næstu sókn kemur löng kýling inn fyir vörnina og Jón Hilmar skorar með góðu skoti,það verður þó að segjast að sterk rangstöðulykt var af þessu marki.

4-1: Stuttu seinna gerir Jón Hilmar svo út um leikinn eftir langa pressu Nobbaranna

Hálfleikur

4-2: Arnar skorar eftir nokkuð klafs í teignum eftir góðan sprett okkar upp kantinn

5-2:Eftir skyndisókn kemur fyrirgjöf þar sem 3 nobbarar standa óvaldaðir í teignum og skora auðveldlega. Náð því reyndar ekki hver markaskorarinn var.

 Liðið í dag

                            Lexi (C)

Jón B - Kjartan B- Heiðar - Kiddi B - Kalli

 

Baldur    -  Davíð B -     Valli   -   Nad

 

                          Arnar

 

Atli Már var svo einn á bekkknum en Arnór meiddist í upphitun

 

Eins og gefur að skilja voru menn í misgóðu ásikomulagi og þreytan sagði mikið til sín gegn sprækum Norðfirðingum.  Seinni hálfleikurinn var mun skárri hjá okkur og bara alveg ágætt að ná jafntefli í honum alveg búnir.  Það var í rauninni bara á þessum 10mín kafla við lok fyrri hálfleiks sem leikurinn tapaðist.

 

Næst leikur er á sunnudaginn á Höfn kl 6, það er algjört lágmark að menn fari að bæta sig í mætingunni í leiki, þá fyrst fer e-ð að gerast hjá okkur!!!

 


Tap

Spiluðum í gær við Ungmennafélagið á Borgarfirði Eystri, og við töpuðum!  Nú spyr maður sig bara hvað er í gangi, þetta er lið sem við kjöldrógum léttilega 4-0 í fyrra en núna töpum við verðskuldað 4-2.

liðið:  Lexi-Páll, Ísak, Kiddi,Sindri-Vignir,Baldur-Jón,Arnar,Eiki-Ævar.  Á bekk: Þorri, Jói og Arnór

Mörkin skoruðu Arnar og Eiki.  Hjá Borgfirðingum var Skúli Andrésson (leikmaður Hattar til að gera þetta ennþá verra) allt í öllu og skoraði þrennu og lagði upp það fjórða.

 

Þetta er auðvitað alveg ömurlegt að vera bara með 6 stig úr 4 leikjum og langt fyrir neðan væntingar, hið góða er þó að öll liðin hafa verið að tapa stigum svo ennþá er séns.  Nú þurfum við að rífa okkur upp af rassgatinu og taka derby-leikinn við BN um næstu helgi.


Þristarveldið lagt

Alt annað var að sjá til liðsins í dag en sú hörmung sem leikurinn gegn 6.apríl var.  Hópurinn var óvenju fjölmennur í dag eða 19manns og voru alls 5 breytingar á byrjunarliðinu frá því í síðasta leik, auk þess sem stillt var uppí óvenju sóknarsinnað kerfi:
                        Óðinn
Nad      Kjartan           Heiðar     Páll
 
Sölvi    Viggi               Villi          Lexi
 
             Ævar             Valli
 
 
 Bekkur: Kiddi Bjarki, Hilmar, Símon, Arnór, Addi, Einar, Freyr og Ísak, komu alllir inná
 
 Fyrri hálfleikur byrjaði rólega en við sóttum mikið undan vindinum sem stefndi að austurmarkinu eins og alltaf þegar spilað er á Fellavelli, nokkur úði var og völlurinn mjög blautur og var veðrið í rauninni típískt íslenskt fótboltaveður.  Bleytan setti mikið mark á leikinn og var boltinn mjög óstöðugur á vellinum.  Valli skoraði fyrsta markið eftir klafs í teig Þristara og Heiðar annað eftir hornspyrnu, staðan 2-0 í hálfleiki.
 
Seinni hálfleikur var mun betri hjá okkur, Ævar skoraði þriðja markið, en þristarar komu til baka og minnkuðu muninn eftir að okkur mistókst að hreinsa hornspyrnu.  Valli skoraði svo gull af marki utan af kanti sem lág í fjærhorninu, Einar Hallgríms bætti því fimmta við á laglegan hátt og Lexi kláraði leikinn með sjötta markinu.
 
6-1 sigur staðreynd og hefði allt eins mátt vera stærri, leikurinn var algjör einstefna allan tímann og við óðum í færum.  Þristarar voru þó fastir fyrir og harðir í tæklingunum eins og venjulega og náðu auk þess að skapa sér nokkrar hættilegur skyndisóknir.
 
Næsti leikur er heima gegn UMFB á sunnudaginn kl 6, 3 stig eru bráðnauðsynleg úr þeim leik ætlum við okkur að koma dollunni á Firðina í ár.

Slök Byrjun

KR - Dýnamó Höfn 5-2

KR - 06.Apríl 1-2

rýr uppskera úr fyrst tveimur leikjunum

Leikurinn gegn Þristinum verður ekki á sunnudaginn vegna vallarvandræða þeirra

Ekki heldur á laugardaginn

Verður færður inní vikuna, ekki alveg komið á hreint hvenær

Látum vita um leið og eitthvað liggur fyrir

- Stjórnin


Malarvinnslubikarinn - Fyrsti Leikur

Jæja nú fer veislan að byrja

Á fundi með UÍA á Eskifirði var tilkynnt að 6 lið verða með í sumar:

 

Knattspyrnufélag Reyðarfjarðar

Boltafélag Norðfjarðar

UMFB

Þristurinn

06.Apríl

Dýnamó Höfn

 

Spiluð verður tvöföld umferð sem þýðir 10 leikir

Leiktími verður sunndagar kl 18:00

 

Fyrsti leikur okkar en núna á sunnudaginn 22.júní kl 18:00

Í Höllinni

og andstæðingurinn er ekki af verri endanum, Dýnamó Höfn, en við þá höfum við spilað 3svar sinnum áður í deildinni, fyrst töpuðum við 3-1 og svo fylgdu í kjölfarið tvö 1-1 jafntefli.  Við höfum líka spilað við þá (Mána) í Íslandsmótinu innanhúss síðustu tvö ár, fyrst gerðum við 5-5 jafntefli og en í fyrra töpuðum við 2-1.  Þannig það verður hörkuleikur á sunnudaginn þar sem við löndum vonandi okkar fyrsta sigri á Hornfirðingunum


6-0 sigur í Fellabæ

Umf Þristurinn 0 - 6 Knattspyrnufélag Reyðarfjarðar

Ágætis sigur vannst á Þristinum seint í gærkvöldi á Fellavelli, þó var margt sem þarf að bæta í leik okkar.

Liðið í gær

                      Óli

Nad   Heiðar      Kjartan B     Kiddi B

           Valli         Ísak

Arnar G        Vignir              Sölvi

                      Ævar

bekkur: Arnar, Símon og Freyr

 

mörkin:  Ævar 3, Vignir 2 og Sölvi 1

 

Seinna í dag er svo fundur hjá UÍA varðandi deildina, en fyrsta umferð er sett á sunnudaginn

 


Æfingaleikur

Þristurinn - Knattspyrnufélag Reyðarfjarðar

Fellavelli

kl 21.00

18.6.2008

Allir að mæta!!! 


Stærsta tap í sögu félagsins

Í gærkvöldi áttust við stóru liðin á austurlandi í Visabikarkeppni KSÍ... Þarna er ég auðvitað að tala um Knattspyrnufélag Reyðarfjarðar og Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar. Úrslitin voru ekki alveg hin ákjósanlegustu en lokatölur leiksins urðu 0-17 fyrir KFF.

Við byrjuðum vægast sagt ekki vel og var staðan orðin 0-3 eftir 11.mínútna leik. Eftir það fóru menn aðeins að vakna og héldum við út fram að 26. mínútu. Fengum svo á okkur 2 mörk í viðbót í fyrrihálfleik þannig að staðan var 0-6 í hálfleik. Hreint ekki svo slæmt, en í síðari hálfleik þá hrundi leikur liðsins og Fjabbarnir byrjuðu hálfleikinn á því að skora 2 mörk á 47. mínútu. Eftir það röðuðu þeir inn mörkunum hverju á fætur öðru, þeir skoruðu síðan aftur 2 mörk á 70 mínútu. Leikurinn endaði því að Fjabbarnir sigruðu eins og áður kom fram 0-17. Þannig að seinni hálfleikur fór 0-11, sem er náttúrulega bara alveg skelfilegt miðað við það hvernig fyrri hálfleikur var.

En það þýðir nú lítið að svekkja sig á þessu, þarna fengum við tækifæri til þess að spreyta okkur gegn liði sem er í toppbaráttu í 1.deild. Þetta er án alls efa stærsti leikur sem Knattspyrnufélag Reyðarfjarðar hefur nokkurntíman spilað. Við getum nú bara verið nokkuð stoltir með úrslitin miðað við það að okkur vantaði marga af okkar sterkustu mönnum. Einnig vildi svo óheppilega til að Ævar okkar Valgeirsson ákvað það í upphitun að hlaupa eitthvað kjánalega og slasa sig aftan í læri. Fyrir næsta leik verður ævar ekki látinn hreifa sig í upphitun heldur verður hann bara látinn sitja við ofninn og hita sig við hann.

 

Hérna er hægt að sjá stutta umfjöllun og markaskorara leiksins: http://austurglugginn.is/index.php/20080603570/Fjardabyggd/Ymislegt/Byrja_fyrr_naest


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband