Jafnt gegn Leikni og leikur á morgun

Spiluðum við Leikni í gær í HEF-mótinu og vorum miklu betri og hefðum átt að klára leikinn auðveldleg, fengum fullt af færum sem við nýttum ekki og ég veit ekkki hvað og hvað.  Við komumst þó í 3-0 með 2 mörkum frá Ævari og Pétri og þannig var staðan þegar hálftími var eftir.  En þá dundu ósköpin yfir og Fáskrúðsfirðingarnir jöfnuðu, síðasta markið kom á lokasekúndum leiksins og eins og gefur að skilja voru menn mjög svekktir í leikslok.

Liðið í gær

                            Óli

Símon     Sigurvin   Björgólfur   Freyr

 

Palli        Gísli        Ingvar          Jói

 

              Ævar        Pétur

 

á bekknum voru, Viktor, Bjössi Ben, Ísak, Gummi, Einar, Elvar, Ari og komu allir inná

 

En eftir svekkelsi gærdagsins er ráð að rífa sig upp og taka Fellbæingana í Spyrni á morgun, en leikurinn verður kl 2 á morgun á Fellavelli

 

Mæting fyrir okkar menn ef það skildi hafa farið framhjá einhverjum er 12:20 í Olís hér á Reyðarfirði 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þetta var svekk í gær,, en verðum bara að rífa okkur upp á rassgatinu og mæta með hausinn í lagi í fellabæinn á morgun......

Ólafur Kristinn (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 23:36

2 identicon

það voru tveir Neistamenn sem skoruðu fyrir Leikni.það virðist vera svo að Neistamenn séu að skora mikið fyrir sín nýju félög í dag

Znati (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband