Færsluflokkur: Íþróttir

Bikardrátturinn

í gær var dregið í Visa-bikarnum og varð niðurstaðan mjög áhugaverð

 mán. 26. maí. 0820:00Reyðarfjörður - Boltaf. Norðfj.Fjarðabyggðarhöllin 



   
 mán. 02. jún. 0820:00Reyðarfj/Boltaf.Norð - Fjarðabyggð 

 Semsagt fáum BN í fyrstu umferð og ef við vinnum þá er það Fjarðabyggð í þeirri næstu, þetta verður rosalegt!!!!

 

 


Rífum þetta upp!!!

Nú þurfum við að fara að rífa þetta upp hjá okkur og kjörið tækifæri til þess er með því að fara að vinna Hattarana í fyrsta skipti.  Síðasti leikur fór 5-1 fyrir þeim en nú skal vera breyting á.

Æfing annað kvöld kl 20:30 í Höllinni, fjölmenum þar

Svo er leikur á miðvikudaginn kl 20:00 í Fellabæ, við Hött/Spyrni

Það er mjög mikilvægt að menn mæti vel í þetta, það styttist alltaf í tímabilið og við þurfum að vera vel undirbúnir. 


Frestun

Leikurinn við Hött FRESTAST um24 tíma og verður á fimmtudaginn kl 20:00 í Fellabæ.

 Minnum svo einnig á æfinguna kl 20:30 í kvöld

 


Úrslit/Dagskráin næstu daga

Töpuðum 5-2 fyrir Hetti/Spyrni í Höllinni í gær.  Í fyrri hálfleik stilltum við upp nokkrum mönnum frá KFF en skiptum nánast út heilu liði í hálfleik.  Staðan var 3-2 í hálfleik en í þeim seinni bættu Hattarar tveimur við, báðum úr vítum.  Fyrir okkur skoruðu Ingi Steinn og Fannar Árna.

En þá að dagskránni næstu dag

Sunnudagur 17.feb kl 19:30 Æfingaleikur við Leikni í Höllinni (Ath að æfingin kl 5 fellur niður)

Þriðjudagur   19.feb kl 20.30 Æfing í Höllinni

Miðvikudagur 20.feb kl 19:30 Æfingaleikur við Hött/Spyrni í Fellabæ

 

Svo á laugardaginn næsta, það er 23.feb er fjáröflun kl 18.00

Bið svo menn að hafa samband í 847-0711 ef menn komast ekki í e-ð af þessu


Nýr leikmaður

Um helgina gekk nýr leikmaður til liðs við félagið,  enginn annar en Natan Leó Arnarsson.  Natan verður 20 ára árinu en spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik árið 2004 fyrir uppeldisfélag sitt Neista Djúpavogi en þeir verða eins og margir vita ekki með lið í sumar.  Natan getur bæði spilað sem miðvörður og bakvörður en einnig getur hann brugðið sér í markið ef svo ber undir. Stjórnin bindur miklar vonir við Natan og vonum að hann styrki vörn liðsins svo um munar.  Natan hefur spilað 40 meistaraflokksleiki á ferlinum og skorað í þeim 1 mark, með þrumuskoti gegn Snerti síðasta sumar  Líkt og Óli formaður er Natan harður Nalli og ljóst að ástandið fer að ver alvarlegt ef margir fleri bætast við.  Við bjóðum Natan velkominn til okkar og vonandi fylgja fleiri leikmenn í kjölfarið! 

ZnatiGenerateImageWatermark.aspx

Natan Leó


Riðlaskiptingin klár

Jæja þá þá er riðlaskiptingin klár fyrir sumarið, við erum d-riðli en hann lítus svona út:

Dalvík/Reynir

Spyrnir

Huginn

Reyðarfjörður

Leiknir F

Sindri

Það er ljóst að þetta er mjög sterkur riðill, 4 lið hverfa úr d-riðlinum frá því í fyrra, Hamrarnir spila fyrir sunnan en Vinir, Neisti og Snörtur hætta þátttöku

hvað finnst mönnum um þetta? 


Allt að gerast

Núna er allt í gangi lömbin mín.... Staðreyndin er sú að við erum komnir með nafn, við heitum Reyðarfjörður á skýrslu í sumar.....

svo var ég að heyra það frá litlum fugli (sem heitir Kjartan Bragi) að við værum komnir með búninga í hendurnar sem verða okkar aðalbúningar í sumar. Þeir eru þannig að Treyjan er hvít, stuttbuxurnar hvítar og sokkarnir rauðir.

Eitthvað hafa slúðurfréttamenn Knattspyrnufélags Reyðarfjarðar verið iðnir við að grafa upp slúður um leikmannakaup liðsins fyrir sumarið, heyrst hefur að:

Sigurvin Ingi Árnason sé að fara að skrifa undir samning við félagið, er málið á lokastig
Stefán Ingi Björnsson ætli að koma til byggða og ganga til liðs við Knattspyrnufélag Reyðarfjarðar
Að John Hartson ætli að draga fram skóna á ný og spila fyrir okkur gegn greyðslu um gull og græna skóga
Að Gunnar I Birgisson ætli að lána okkur ungann svein úr Kópavogi til þess að koma og vera sjúkraþjálfari hjá okkur í sumar, drengur þessi ber viðurnefnið Krummi. Lítið er vitað um hann annað en það að hann mun hafa verið í starfi hjá kópavogsbæ sem einkasjúkraþjálfari Gunnars bæjarstjóra. Að sögn Gunnars er Krummi mjög góður sjúkraþjálfari.

 

Af starfsmönnum KR þá er það helst að frétta að stjórnin hefur rekið Ævar Valgeirsson sem skemmtanastjóra fyrir illa unnin störf. Ævar var ekki að standa sig í starfinu heldur var hann frekar að stunda köfun í baðkarinu heima hjá sér... Skamm Skamm Ævar...

 Slúðurfréttapressa KR kveður að sinni


2-1 tap gegn 2.fl Hattar

Knattspyrnufélag Reyðarfjarðar spilaði sinn fyrsta leik á nýju ári á miðvikudaginn sl gegn sprækum 2.flokks pollum sem komnir voru ofan af héraði.  Lið okkar var mjög fjölmennt í leiknum en alls 21 leikmaður kom við sögu, þar af voru nokkrir leikmenn sem við fengum frá KFF en vonandi verður einnig um slíkt samstarf að ræða í sumar.  Var strax ljóst að leikurinn yrði mun jafnari en síðasti leikur liðanna og munaði þar mjög um nýju mennina og meiri breidd í hópnum.

Leikurinn sjálfur var nokkuð jafn, Ævar kom okkur yfir í fyrsta leikhluta en strax í næstu sókn urðum við fyrir því að skora sjálfsmark eftir hornspyrnu Hattara.  Í öðrum leikhluta skoruðu Hérarnir svo sigurmarkið eftir að sóknarmaður þeirra slapp einn í gegn.  Eftir það fengum við fullt af færum sem við nýttum bara ekki, undir lok leiksins fékk einn Héranna dauðafæri en skaut hátt yfir einn á móti markmanni.

Liðið: Óli (m), Sævar, Ingvar, Kalli, Ingi Steinn, Jóhann Örn, Gísli, Ævar, Vignir, Símon, Fannar, Páll, Kjartan Bragi, Einar Örn, Arnar, Gummi Daði, Siggi Steinn, Svanur, Kristján Larsen, Jón Björgólfs og Eiríkur

3 Reyðfirðingar léku með liði Héraðsmanna, Júdas, Baldur Seljan og Sonja Björk, vonum við að þeir (Sonja er víst ekki lögleg með okkur) sjái sér fært að snúa heim á næstunni.

 


Æfingaleikur

Jæja nú er kominn tími til að snúa sér aftur að boltanum:

Miðvikudagurinn 30.jan

kl 19:30

Knattspyrnufélag Reyðarfjarðar - Höttur/Spyrnir

í Höllinni

Vonumst til þess að sjá sem flesta!!!!!

ps. mæting fyrir leikmenn er ekki seinna en kl 19.00 og þætti mér vænt um að menn hefðu samband í síma 847-0711 eða 865-6499 til að staðfesta komu sína!

-Kjartan Bragi 


KR Reyðarfjörður

Vil benda öllum á að kíkja á stuðningsmanna síðu KR Reykjavíkur, gríðarlega góðar umræður þar í gangi undir færslunni "óþarfa leiðindi að austan"

http://krreykjavik.is/?p=240#comments

en þessar umræður er með eindæmum skemmtilegar og mörg borgarbörnin hörundsár og finnst vegið að sínu félagi.  Það er svosum ekkert nema skiljanlegt og hið besta mál að menn beri tilfinningar til síns liðs.  Nafni félagsins, Knattspyrnufélag Reyðarfjarðar verður ekki breytt enda er það skemmtilegt, sterkt og fallegt nafn.  KSÍ mun ekki samþykkja skammstöfunina KR af þeim orsökum að klúbbur nokkur í höfuðborginni hefur notað þá skammstöfun í gegnum tíðina.  Gott og vel skammstafa má liðið hvernig sem er á blaði, í tali okkar á milli og umræðunni á Reyðarfirði gæti vel verið að KR verði notað eða sú skammstöfun sem KSÍ mun notast við, það verður bara að koma í ljós og er svosum ekert stórmál fyrir mér.

KR Reykjavík kemur austur næstu helgi og spilar við Fjabbana ég held að það sé ekki spurning um að við eigum að fjölmenna á þennan leik í okkar búningum, eru menn ekki til í það?

- Kjartan Bragi

ps ég bætti inn myndum úr leik Súlunnar og HRV fyrir 2 árum, þetta var síðasti leikur sumarsins og fyrsti leikurinn sem spilaður var í Fjarðabyggðarhöllinni. 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband