KR Reyðarfjörður

Vil benda öllum á að kíkja á stuðningsmanna síðu KR Reykjavíkur, gríðarlega góðar umræður þar í gangi undir færslunni "óþarfa leiðindi að austan"

http://krreykjavik.is/?p=240#comments

en þessar umræður er með eindæmum skemmtilegar og mörg borgarbörnin hörundsár og finnst vegið að sínu félagi.  Það er svosum ekkert nema skiljanlegt og hið besta mál að menn beri tilfinningar til síns liðs.  Nafni félagsins, Knattspyrnufélag Reyðarfjarðar verður ekki breytt enda er það skemmtilegt, sterkt og fallegt nafn.  KSÍ mun ekki samþykkja skammstöfunina KR af þeim orsökum að klúbbur nokkur í höfuðborginni hefur notað þá skammstöfun í gegnum tíðina.  Gott og vel skammstafa má liðið hvernig sem er á blaði, í tali okkar á milli og umræðunni á Reyðarfirði gæti vel verið að KR verði notað eða sú skammstöfun sem KSÍ mun notast við, það verður bara að koma í ljós og er svosum ekert stórmál fyrir mér.

KR Reykjavík kemur austur næstu helgi og spilar við Fjabbana ég held að það sé ekki spurning um að við eigum að fjölmenna á þennan leik í okkar búningum, eru menn ekki til í það?

- Kjartan Bragi

ps ég bætti inn myndum úr leik Súlunnar og HRV fyrir 2 árum, þetta var síðasti leikur sumarsins og fyrsti leikurinn sem spilaður var í Fjarðabyggðarhöllinni. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ertu hálviti ?

Haukur (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 09:34

2 identicon

Þetta er alveg virkilega óþroskað hjá þér/ykkur. Ég get vel ímyndað mér að fólk í smábýli á borð við Reyðarfjörð dreymi oft um að spila fyrir stórt félag á borð við KR, en að ætla sér að stofna fótboltafélag undir því nafni þykir mér alltof langt gengið. Það er og verður alltaf aðeins eitt KR á Íslandi, og það er stórveldið úr vesturbænum.

Erik (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 12:23

3 identicon

Er ekki málið að slaka aðeins á strákar,, það er enginn hérna fyrir austan að stofna Knattspyrnufélag undir nafninu KR, Knattspyrnufélag Reyðarfjarðar kemur heldur ekki til með að nota þessa skammstöfun í deildarkeppni. Mér finnst þessu umræða vera farin að fara út í töluverðann barnaskap og Vesturbæingar vera að gera úlfalda úr mýflugu. Áður en þessu umræða spratt upp var stjórn Knattspyrnufélags Reyðarfjarðar búin að ákveða það að skammstöfun og merki liðsins yrði breitt fyrir komandi tímabil. Vona það bara að vesturbæingar sjái sóma sinn í því að hætta þessum barnaskap.

Ólafur Kristinn (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 12:38

4 identicon

Núna held ég að tími sé komin til þess að menn fari að átta sig á því að hér ekki verið að stæla KR(rvk) á neinn hátt og KR(rvk) hefur EKKERT með nafngift þessa ágæta félags að gera!

ÉG vil byðja Reykvíska KR-inga vinsamlegast að slaka á! það er hreinlega verið að gera úlfalda úr mýflugu, ég fæ engannveginn séð hvernig Knattspyrnufélag Reyðarfjarðar hefur eitthvað að gera með Knattspyrnufélag RVK

Einbeitið ykkur frekar að vandamálum YKKAR félags í stað þess að tuða og væla í einhverjum strákum sem vilja spila fótbolta og vinsamlegast flettið KR upp í orðabók, ef þið fynnið það þá efast ég um að skýring orðsins sé " EINKAEIGN

Magnús Karl. (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 15:23

5 identicon

 Framhald vegna tæknilegra örðuleika.

ef þið fynnið það þá efast ég um að skýring orðsins sé " EINKAEIGN KNATTSPYRNUFÉLAGS RVK"

Á að fara að hringja í fólk sem kemur kanski fram í sjónvarpi undir t.d Jón Kr. Jónsson og benda honum á að KR sé sko rótgróið tuðufélag sem eru sko mikklu merkilegri en hann svo að hann getur ekki notast við skammstöfun í eigin nafni.

Endilega hættið allri þessari þröngsýni og frekju og sættiðykkur við komin hlut. Knattspyrnufélag Reyðarfjarðar heitir liðið og egninn ástæða til þess að breyta því!

Kveðja

Magnús Karl.

Magnús Karl (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 15:28

6 identicon

Kæri Magnús,

Það er enginn að setja neitt út á það að austfiðingar eru að stofna knattspyrnufélag á tuttugustu og fystu oldinni, né að það heitir knattspyrnufélag reyðarfjarðar. Það sem málið snýst um er að félag b skuli nota sér þekkta skammstöfun félags A innan sömu greinar. Endilega skýrið félag ykkar knattspyrnufélag reyðarfjarðar en þá verður logo, skammstöfun og hvernig talað er um félagið dags daglega að bera annað nafn en KR. Enda er bara eitt KR.

Ef að við tökum sem dæmi úr fyrirtækjaheiminum að Mjólkursamsalan(MS) bærist nýr samkeppnisaðili sem héti Mjólkurbúð Sveitamanna og væri á reyðarfyrði og myndi ganga undir heitinu MS. Eðlilega væri hin raunverulega MS mótfallin þessu þótt að annað nafn væri á hinu nýja fyrirtæki. Ég vona innilega að þið skiljið þetta reyðfyrðingar og breytið logoi, heimasíðu og hættið að tala um KR reyðafjörð, það er ykkur eingöngu til minnkunar.

Hjalti Rafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 18:15

7 identicon

Og já á meðan að ég man Magnús, þá er KR í orðabókinni og þar stendur Knattsytnufélag REYKJAV'IKUR

Hjalti Rafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 18:17

8 identicon

Austri esk og Austri raufarhöfn,Reynir Sandgerði,Reynir Árskógströnd og Reynir Hnífsdal,Huginn Seyðisfirði,Huginn Fellum,Fram rvk,Fram Skagaströnd,Leiknir Reykjavík,Leiknir Fásk,Stjarnan Garðabæ,Stjarnan Berufirði,Valur rvk,Valur Rfj,Víkingur Reykjavík,Víkingur Ólafsvík,Þór Akureyri,Þór Þorlákshöfn,Þróttur Neskaupstað,Þróttur Reykjavík,Þróttur Vogum,Neisti Djúpavogi,Neisti Hofsós þetta er mjög algengt í Fótbolta á Íslandi og eins og mönnum sé ekki drullu sama þó það verði líka KR Reykjavík og KR Reyðarfirði

Znati (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 18:35

9 identicon

Að ógleymdum Reyni Hellissandi með öllum hinum reynunum, umfb bolungarvík og umfb borgarfirði eystri, KV Reykjavík og KV Vestmannaeyjum

Kjartan Bragi (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 19:46

10 identicon

Það má nú alveg koma fram hérna fyrst það er alltaf verið að tala um nafna stuld hjá austfirskum liðum að Leiknir Fáskrúðsfirði og Þróttur Nes komu bæði á undan nöfnum sínum í Reykjavík. Þannig að í þessum tilfellum eru það sunnan menn sem eru að "stela" nöfnunum.

Ólafur Kristinn (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 22:34

11 identicon

Nei það er ekki öllum drullu sama að það sé verið að stela nöfnum félags nema þjófunum að austan. Hvernig væri að vera smá frumlegur þegar kemur að hverju sem er þarna fyrir austan. KR á skammstöfunina KR sama þótt að það sé búið að stela Val. KS'I er búið að banna ykkur að kalla þetta batterí KR þannig að þið eigið að virða það.

Hjalti Rafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 22:49

12 identicon

Kæri Hjalti Rafn það er kominnn tími til að þú náir því að liðið á ekki eftir að vera skammstafað KR í 3.deildinni í sumar eins og við erum margoft búnir að segja og vill ég benda þér á að nöfn eins og Valur eru EKKI í einkaeign þannig að það er ekki hægt að stela nöfnum sem eru nú þegar í almanna eign og sem allir mega nota rétt eins og við megum nota Knattspyrnufélag Reyðarfjarðar sama hvernig fólk skammstafar þetta fallega nafn sem lið okkar ber.

Einanig vill ég benda þér á það að KSÍ hefur komið því til skila að þeir munu ekki samþykkja það að liðið verði slammstafað KR í keppnum á þeirra vegum og geta þeir ekki á nokkurn hátt bannað okkur að kalla liðið KR utan keppna þeirra enda ríkir málfrelsi á Íslandi svo lengi sem það er ekki farið útí ærumeyðingar sem við erum svo sannarlega ekki búnir að vera með.

Kv. Ævar

Ævar (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 00:40

13 identicon

Hérna hvernig afhverju völduði ykkur ekki eitthvað lið sem vinnur stundum til að skíra eftir ??? FH, ÍA, Keflavík og hvað sem þau heita.... ???

Já og dæmið þarna með mjólkinna, fjármála fyrirtæki í Raykjavíkinni byrjaði einhverju sinni að kalla sig KB... þá hafði verið starfrækt fyrirtæki með þessari skamstöfun uppi í Borgarfyrði í 100ár . . . man ekki eftir að höfuðbæjarbúar hafi risið upp til handa og fóta þá (eða músa og liklaborða:o)... og reyndar ekki Borgfyrðingar heldur, gerðu bara tíræðnær auglýsingar og hlóu.

Og sendi kæra kveðju til á Reyðarfjörðinn... Spreitti mig aðeins með ykkur sumarið 2004:-(asninn sem tæklaði í áburðarhrúunna:o)

Nonni pottormur (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 02:53

14 identicon

Til Nonna pottorms, KB banki var og hét, ne þeir voru ekki í mjólkurbransanum og því var þetta leyfilegt. EF að KB( kaupfélag borgfyrðinga) hefði verið banki þá hefið þessi nafnagift aldrei verið samþykkt né hefði Kaupþing nokkurn áhuga á að hafa heitið því nafni.

Kæri Ævar, ég geri mér fulla grein fyrir því að það á ekki eftir að vera skammstafað svona í sumar því ksí er búnir að banna ykkur það. Þið eigið samt sem áður ekki að nota stafina á logið ykkar, heimasíður né í daglegu máli. KR á KR skammstöfunina ekkert annað félag.   Þú bendir á val sem rök fyrir máli þínu en þau eru innhaldslítil þar sem að valur er eingöngu nafn á fugli og því mega allir austfyrðingar nefna félagsamtökin sín valur. en KR er skammstöfun og því ekki löglegt.

sorry reyna að sýna smá frumkvöðlaanda.

Hjalti Rafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 11:58

15 identicon

Áfram Ísland

Znati (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 12:40

16 identicon

Ekki nema KR sé lögvernduð skammstöfun þá skil ég ekki hvernig þú að skammstöfunin hjá þessu liði (sem á nú eftir að breytast rétt eins og logoið sú ákvöðun var tekin áður en þessi umræða byrjaði) sé ekki lögleg og vill ég aftur benda þér á að það ríkir málfrelsi á Íslandi og við búum ekki í einhverju Kommaríki þar sem öll rit og allt þesslíkt er ritskoðað því höfum við fullan rétt á að tala um lið okkar sem KR í daglegu tali og hafa þetta logo(sem verður breytt.

Þú bentir á að þer finndist rök mín með Val innihaldslaus en með þeim rökum var ég að benda þér á vitleysuna sem bullaði upp úr þér um nafnastuld.  

Ævar (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 12:44

17 identicon

það er ekki að spyrja að því að það vanti allan frumleik í ykkur fjarðabyggðarbúa!!!

Arnþór (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 13:11

18 identicon

Já gaman af þessu, djöfull er líka gaman að rífast á netinu, vá ég elska þetta!

En annars hefðum við alveg getað fundið upp á frumlegra nafni, það var hins vegar ekki gert og verður ekki breytt úr þessu því eins og við höfum áður sagt mun félagið heita Knattspyrnufélag Reyðarfjarðar hvað sem tautar og raular.  Liðið verður ekki skráð sem KR í leikskrá KSÍ heldur önnur skammsöfun eða bara "Reyðarfjörður" (frumlegt ég veit).  Hvað menn kalla félagið utan þess er mér svosum nokk sama um svo lengi sem það sé innan skynsemismarka enda er ég fylgjandi frjálsri umræðu og ætla ekki að setjast í dómarasæti.

Merki félagsins verður svo breytt um leið og við eða e-r aðrir höfum hannað merki sem við erum sáttir við (ef þið vesturbæingar hafið tillögu megið þið endilega senda hana á knattrey@gmail.com) 

Kjartan Bragi (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 13:52

19 identicon

Vissulega er tjáningafrelsi á Íslandi en því eru settar ýmsar skorður. Ég ætla ekki að leggja fram neina greinagerð á þessa síðu um skorður tjáningafrelsis. Hins vegar bendi ég ykkur á að kynna ykkur vel verk Páls Sigurðssonar hrl og Gunnars Guðmundssonar hrl og KR-ings. Eftir þá liggja fjöldi verka og greina um höfundarétt og verndun vörumerkja. Þú heldur kannski að þetta sé rosa góður djók hjá þér en ef þú misnotar nafn eða skammstöfun KR, þó ekki nema bara einu sinni, lofa ég þér því að þú munt bera fullt tjón af þeim skaða.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 13:26

20 identicon

Ég get ekki séð neina misnotkun hér og eins og við erum margoft búnir að benda á, þá verður skammstöfun og logo félagsins breytt. Ætlunin var aldrei að misnota vörumerki KR á nokkurn hátt. Síðan vill ég einnig benda á það að þessi notkun á skammstöfuninni KR er ekki notuð í háði eða á nokkurn hátt til þess að lítillækka Knattspyrnufélag Reykjavíkur.

Ólafur Kristinn (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 16:08

21 identicon

Strákar.. ég er með geðveika hugmynd!.. droppum þessari umræðu, það er búið að ákveða að það verði ekki notað kr nafnið, og búið mál, þótt það sé alveg sprenghlægilegt að hlusta á þessa vestbæinga væla:'D

Lexi (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 16:20

22 identicon

Það er kemur ekkert við hjá kr frá rvk að þið eru með lið í 3 deild í næsta sumar þetta er eins og þróttur er með 3 lið heitir það afhverju eru þeir seija svona fyrir austan

Kristinn Agnar (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 16:45

23 identicon

Ólafur: Það hefur ekkert með það að gera hvort þú notar nafnið KR til lítillækunar eða á nokkurn annan hátt. Ég skoar á þig að nota nafið Coca cola, jafnvel bara á jákvæðan hátt og það mun ekki líða á löngu þar til þú færð bréf frá lögfræðingi Coca cola á Íslandi. Hugmyndin er ekki sú að verja vörumerki háði heldur til þessa að koma í veg fyrir að menn séu að mistnota vörumerki sjálfum sér til uppdráttar. Ég skora á þig að kynna þér umræðu sem upp kom vegna ólympíuleikanna í Atlanta og hvernig fór fyrir því fyrirtæki sem notaði sér skamstöfun G.M.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 17:32

24 identicon

Vilhjálmur Andri!.. þeigðu bara!.. þessi umræða er búinn og farðu bara að gera það sem þú gerir dags daglega, og gráta vegna ömurlegsgengi þíns liðs seinasta sumar og hættu að láta biturleika þinn bitna á þessum strákum!

Lexi (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 19:37

25 identicon

Vilhjálmur,,, Skammstöfuninni og Logoinu verður breytt og þar af leiðandi get ég ekki séð neinn tilgang í því að menn séu að rífa kjaft, tala niður til landsbyggðarinnar og hóta lögsóknum út í eitt... Ef stjórn Knattspyrnufélags Reykjavíkur hefur eitthvað um málið að segja þá hvet ég þá endilega til þess að hafa samband við okkur í stjórn Knattspyrnufélags Reyðarfjarðar. En við erum búnir að gefa það út að Skammstöfun og Logoi verði breytt og þar af leiðandi sé ég ekki tilgang í því að vera að rífast og skammast og hóta lögsóknum hægri vinstri

 Ólafur Kristinn
Formaður Knattspyrnufélags Reyðarfjarðar...

Ólafur Kristinn (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 19:48

26 Smámynd: Knattspyrnufélag Reyðarfjarðar

Kæri Vilhjálmur

Þakka þér fyrir með málefnalegri innleggjum sem komið hafa í umræðuna hér, vinsamlega athugaðu samt að félag okkar heitir Knattspyrnufélag Reyðarfjarðar ekki KR og hefur aldrei heitið.  Við erum hættir notkun skammstöfunarinnar KR, það var raunar ákveðið á stjórnarfundi áður en þessi umræða hófst líkt og kemur fram í fundargerð þess sama fundar.

Nýtt merki er í hönnun  og ég hef tekið hið gamla út af síðunni, nýja merkið mun svo koma hér inn um leið og það er tilbúið. 

Eins og komið hefur hér fram eru mýmörg dæmi um íþróttafélög hér á landi sem nota sama nafn, einnig eru til dæmi um félög sem heita mismunandi nöfnum en nota sömu skammstöfun, t.d. UMFB á Bolungarvík og UMFB Borgarfirði Eystri.  Einnig má nefna að á fyrsta "Íslandsmótinu" var lið að nafni KV, Knattspyrnufélag Vestmannaeyja, sömu skammstöfun notaði svo Vesturbæjarliðið KV, Knattspyrnufélag Vesturbæjar eins og þú eflaust veist.  

Í þessu tilfelli höfum við þó ákveðið að nota ekki skammstöfunina KR heldur verður liðið að öllum líkindum skráð sem "Reyðarfjörður" í mótum KSÍ eða þá að skammstöfun á borð við KNR eða KRF.  Liðið heitir þó eftir sem áður Knattspyrnufélag Reyðarfjarðar.  Einnig vil ég endurtaka orð Óla og ef stjórnarmenn Knattspyrnufélags Reykjavíkur hafa eitthvað við okkar félag að athuga að hafa þá samband.

Við viljum því biðja Vesturbæinga að hætta að reyna að brjóta niður íþróttastarf hér á Reyðarfirði og fara að einbeita ykkur að eigin liði, enda sæmir liði sem kemur úr svo stóru hverfi með þetta mikla fjármagn á bakvið sig ekki lokastaða eins og á síðasta tímabili. 

Vonandi fá liðin svo að mætast í bikarnum á komandi árum

kveðja

Kjartan Bragi Valgeirsson

framkvæmdastjóri Knattspyrnufélags Reyðarfjarðar 

ps Lexi við skulum ekki detta niður á sama plan og gelgjur úr Reykjavík. 

Knattspyrnufélag Reyðarfjarðar, 23.1.2008 kl. 20:12

27 identicon

eru þið búnir að fá aðild að KSÍ?? eða ísí eða whatever:P....

Lexi (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 21:23

28 identicon

Ég hef ekki nennt að skipta mér af þessu, en ég skil Vesturbæinga fullkomlega að þeir séu pirraðir. Hins vegar finnst mér skítkast á opinberri heimasíðu félagsins alveg út í hött (á við báða aðila). Af hverju ekki að útkljá málin eins og siðmenntað fólk, ÁN ÞESS að rífast á netinu? Rifrildi á bloggsíðum líta sjaldan vel út...

Ég hvet alla til að mæta á æfingaleik KFF og KR á laugardaginn kemur í Fjarðabyggðarhöllinni, frábært framtak þar á ferð.

Atli Már, Knattspyrnufélagi Reyðarfjarðar

P.S. Kjartan, KNR er ÖMURLEGT nafn drengur!! :D

Atli Már (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 21:28

29 identicon

hahah ég veit það Atli, þurfum að finna eitthvað betra

Kjartan Bragi (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 22:06

30 identicon

ég endurtek!.. er búið að skrá ykkur hjá ísí????

Lexi (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 22:36

31 identicon

Kjartan Bragi þakka þér fyrir góð og skýr svör. Ég hef ekki verið að "drulla" yfir íþróttastaf ykkar á nokkurn hátt. Þú hlýtur að skilja það að ég tek auðvitað  upp varnir fyrir mitt félag og reyni að verja hagsmuni þess út á við.

Ég er mjög sáttur við ákvörðun ykkar að notast ekki við einkennsimerki og sérkenni Knattspyrnufélags Reykjavíkur þ.e. KR. Ég vil óska ykkur velfarnaðar í uppbyggingu Knattspyrnufélgas Reyðafjarðar megi vegur ykkar vera sem mestur, nema gegn okkur. Ég legg til að auki að við tökum átök okkur af spjallborðum internetsin og færum hana inn á knattspyrnuvöllin og njótum þeirra frábæru íþróttar. 

Bestu kveðju úr vesturbænum 

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 23:36

32 Smámynd: Knattspyrnufélag Reyðarfjarðar

Lexi umsóknin liggur fyrir hjá laganefnd ÍSÍ og nú bíðum við bara eftir fundi hennnar, ef e-r athugasemdir verða gerðar munum við breyta lögunum og eigum þegar uppkast að nýjum.

Ég vil þaka þér fyrir þín innlegg í umræðuna Vilhjálmur og vissulega varst þú ekki að reyna að brjóta niður starfið hér fyrir austan, þessi orð mín voru kannski sögð í full mikilli bræði.  Ég styð þá tillögu þína að leggja niður vopnin á internetinu og taka þau upp á knattspyrnuvellinum.

kv

Kjartan Bragi 

Knattspyrnufélag Reyðarfjarðar, 24.1.2008 kl. 13:27

33 identicon

Ég er sammála ykkur í því að hætta þessu netbulli og fara að einbeita okkur að alvöru lifsins, sem er fótboltinn...

Ólafur Kristinn (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 16:30

34 identicon

Einhver staðar hafði ég nú heyrt að fótbolti væri bara áhugamál en ekki alvara lífsins!.. minnir að það hafi verið einhver Rauðhærður sem sagði mér það..

Lexi (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 17:40

35 identicon

Ég sting upp á að Knattspyrnufélag Reyðarfjarðar taki upp skammstöfunina KRa, eins og dæmi eru um með UMSEb, UMSEc ásamt fleiri dæmum. 

gulli (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband