Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Slæm töp

HEF mótið fór ekki vel hjá okkur, og við þurftum að þola 3 stór töp og misstum unnin leik niður í jafntefli gegn Leikni.  Í fyrsta leiknum gegn Hetti áttum við aldrei séns, en Höttur var með langbesta liðið á mótinu og vann alla leiki sína stórt nema leik sinn gegn Huginn.  Hópur okkar í þessum leik var mjög þunnur og mikið um forföll og leikurinn endaði 10-0 héraðsmönnum í vil.

Annar leikurinn var gegn Leikni Fásk en þeir höfðu styrkt lið sitt með nokkrum leikmönnum frá Neista  og löndum fyrrum Júgóslavíu.  Við yfir spiluðum Búðamenn í fyrri hálfleik og framan af seinni hálfleik og leiddum 3-0 þegar hálftími var eftir.  Þá hættum við alveg og Leiknismenn nýttu tækifærið og jöfnuðu leikinn nánast með flautumarki.

Þriðji leikurinn okkar var gegn Spyrni frá Egilsstöðum/Fellabæ en þeir telfdu aðallega fram 2.flokks leikmönnum í bland við gamla refi frá Hetti.  Á pappírnum var okkar lið afar sterkt í þessum leik en úrslitin ekki í samræmi við það.  Við vorum sterkari í fyrri hálfleik en gáfum Héraðsmönnum 3 ódýr mörk í fyrri hálfleik auk þess að eitt lyktaði af rangstöðu.  Ævar og Pétur náðu þó að skora fyrir okkur.  Í seinni hálfleik tóku Spyrnismenn öll völd eftir að hafa bætt 5ta markinu við, 6. markið fylgdi svo fljótlega í kjölfarið og 7. markið kom úr vítaspyrnu.  Áttunda markið var svo það allra flottasta en það var sjálfsmark okkar manna eftir samskiptaleysi milli varnar og markmanns.

Lið okkar í þessum leik:

                       Óli

Sævar    Ingvar    Sigurvin    Símon

 

Ísak        Jói        Viktor        Stefán

 

                Pétur    Ævar

 

Bekkur:    Einar, Palli, Gummi, Reynir, Jón og komu allir við sögu 

 

Síðasti leikurinn fór svo fram í gær í nístingskulda á Fellavelli gegn liði Hugins Seyðisfyrði

Hópur okkar var þunnskipaður í þessum leik, og neyddist Óli formaður til að spila meiddur í markinu.

Liðið í gær

                            Óli

Gummi    Kjartan B    Ingvar     Konni

                         Brimir

 Jón        Ísak           Jói            Baldur

 

                          Ævar

 

Á bekknum voru Palli og Biggi sem var á láni frá Huginn Fellum

 

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik.  Huginsmenn komust yfir með góðu skoti og bættu forskotið eftir hornspyrnu.  Konni náði svo minnka muninn fyrir okkur eftir fyrirgjöf frá Jóa en Huginsmenn komust í 3-1 aftur eftir skot utan af velli.  Það sem eftir leið fyrri hálfleiks sóttum við meira, Ingvar átti góðan skalla eftir hornspyrnu, Ævar stal boltanum af Hafcent Seyðfirðinga og komst einn í gegn en markmaðurinn sá við honum og á lokasekúndum hálfleiksins fór fast skot Baldurs rétt utan við stöngina.  Í seinni hálfleiknum hrundi leikur okkar, við spiluðum á móti vindi og fórum illa útúr stungusendingum Huginsmanna.  Við áttum þó nokkur færi en nýttum þau ekki.  Staðreyndin 10-1 eða 11-1 tap, óþarflega stór úrslit miðað við leikinn og ljóst að við eigum að geta betur.

 En við enduðum í neðsta sæti á mótinu með aðeins 1 stig úr 4 leikjum.  Ég við þó nota tækifærði og þakka Spyrnismönnum fyrir stórskemmtilegt mót sem vonandi verður að árlegum viðburð, og vonandi verða þá úrslitin skaplegri fyrir okkur!

 


Jafnt gegn Leikni og leikur á morgun

Spiluðum við Leikni í gær í HEF-mótinu og vorum miklu betri og hefðum átt að klára leikinn auðveldleg, fengum fullt af færum sem við nýttum ekki og ég veit ekkki hvað og hvað.  Við komumst þó í 3-0 með 2 mörkum frá Ævari og Pétri og þannig var staðan þegar hálftími var eftir.  En þá dundu ósköpin yfir og Fáskrúðsfirðingarnir jöfnuðu, síðasta markið kom á lokasekúndum leiksins og eins og gefur að skilja voru menn mjög svekktir í leikslok.

Liðið í gær

                            Óli

Símon     Sigurvin   Björgólfur   Freyr

 

Palli        Gísli        Ingvar          Jói

 

              Ævar        Pétur

 

á bekknum voru, Viktor, Bjössi Ben, Ísak, Gummi, Einar, Elvar, Ari og komu allir inná

 

En eftir svekkelsi gærdagsins er ráð að rífa sig upp og taka Fellbæingana í Spyrni á morgun, en leikurinn verður kl 2 á morgun á Fellavelli

 

Mæting fyrir okkar menn ef það skildi hafa farið framhjá einhverjum er 12:20 í Olís hér á Reyðarfirði 


Ósmurt

Skellur í fyrsta leik í HEF mótinu: Höttur 10-0 Reyðarfjörður (9-0 reyndar taldi ég en það skiptir svosum ekki öllu)

Leikurinn byrjaði svosum ekki illa og höfðum við alveg í við sterka Hattarana í fyrri hálfleik.  Hattarar náðu þó að skora 2 mörk í fyrri hálfleiknum og bættu svo því 3ja við úr víti skömmu fyrir hálfleik.  Í byrjun seinni hálfleiks áttum við svo okkar bezta færi í leiknum þegar Ævar slapp einn í gegn en markamaður Hattar tók hann niður rétt fyrir utan vítateig, skólabókardæmi um rautt spjald en markmaðurinn var heppinn og uppskar aðeins gult.  Skömmu síðar skoruðu Hattarar 4 markið eftir að sóknarmaður þeirra slapp einn í gegn, vissulega rangstöðulykt af því marki.  Eftir þetta er eins og við gefumst upp og hættum og eftirleikurinn því auðveldur fyrir Héraðsmenn sem röðuðu inn mörkunum.  Skratlegast af þeim var þó markið þegar boltinn var kominn meter aftur fyrir endalínuna.  En það skiptir svosum ekki öllu Hattarar voru bara miklu betri og aldrei spurning hvoru megin sigurinn lenti.

 Byrjunarliðið í gær:

                      Óli (M)

Sævar    Svanur    Kjartan B    Jón Bj 

                 Ísak    Bjössi Ben

Arnar               Konni                Palli

                        Ævar

 

Á bekknum voru Eiríkur og Egill Gunnars.  Eins og gefur að skilja var mikið af forföllum í okkar liði, en það er hlutur sem við verðum að fara að bæta úr, gott tækifæri til þess er núna á miðvikudaginn, en þá mætum við Leikni Fásk hér í Höllinni og væri nú ekki verra að við myndum vinna okkar fyrsta leik á undirbúningstímabilinu!!!!

Ps það er rétt að geta þess að þetta var kveðjuleikur Svans fyrir félagið en hann er á förum til Danmerkur og viljum vð þakka honum fyrir góð störf í þágu félagsins. 


HEF Mót Spyrnis

Spyrnir frá Fljótsdalshéraði tók sig til og halda glæsilegt mót um páskanna, nefnilega HEF Mótið, en það er frábært framtak.  Okkar dagskrá í mótinu er á þá leið:

Laugardagur 15.mars kl 11    Höttur

Miðvikudagur 19 mars kl 19    Leiknir

Föstudagur    21 mars kl ??    Spyrnir (gæti líka verið laugardaginn 22.)

Mánudagur    24.mars kl ??    Huginn

 

Nú viljum við að menn mæti vel í þetta, því ef við erum með okkkar sterkasta lið er þetta þrusu gaman og við getum þá náð góðum úrslitum. 


Stórtap gegn Hetti

Það fór heldur betur ekki vel hjá okkur í gær i N1 viðureign okkar við Hött í vetur.  Skemmst er frá því að segja Hattarar stjórnuðu leiknum frá a-ö og niðurstaðan hræðilegt stórtap 8-0.

Leikurinn er einn sá allra slakasti sem við höfum spilað en ég ætla svosum ekkert að fara nánar út í það hér.  Eitthvað virtust menn uppteknir við misalvarlega hluti því mikið var um forföll í okkar liði.  Það er hlutur sem við verðum að fara að bæta úr, þó þetta séu bara æfingaleikir þurfum við að setja smá alvöru í þá, það er alveg á hreinu.

Ég held að þó sé best að gleyma þessum leik aðeins um stund og rífa upp um sig brækurnar, annað kvöld, þ.e. þriðjudagskvöld er sameiginleg æfing hjá Reyðarfirði og Leikni F kl 20:30 í Höllini og er vonandi að menn sjái sér fært að mæta.

Það sem er á döfinni hjá okkur næstu daga er páskamót sem Spyrnismenn ætla að halda á Fellavelli um páksahelgina eins og glöggir lesendur hafa eflaust áttað sig á.  Gert er ráð fyrir 4 liðum í mótinu og því 3 leikjum og má búast við að sá fyrsti verði miðvikudaginn 19.mars. 

Þeir leikmenn sem spiluðu í gær voru: Stefán Ingi, Brimir, Kjartan Bragi, Jón Björgólfs, Valli, Bjössi Ben, Arnar, Marinó, Eiríkur, Ævar, Biddi, Símon og Geilsi Hreins.  Jóhann Örn og Óli formaður komu svo í hálfleik. 

Nú er bara um að gera að rífa sig upp og láta skína í fésið á sér á þriðjudaginn!!!

Kjartan Bragi 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband