Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Æfingaleikur

Jæja nú er kominn tími til að snúa sér aftur að boltanum:

Miðvikudagurinn 30.jan

kl 19:30

Knattspyrnufélag Reyðarfjarðar - Höttur/Spyrnir

í Höllinni

Vonumst til þess að sjá sem flesta!!!!!

ps. mæting fyrir leikmenn er ekki seinna en kl 19.00 og þætti mér vænt um að menn hefðu samband í síma 847-0711 eða 865-6499 til að staðfesta komu sína!

-Kjartan Bragi 


KR Reyðarfjörður

Vil benda öllum á að kíkja á stuðningsmanna síðu KR Reykjavíkur, gríðarlega góðar umræður þar í gangi undir færslunni "óþarfa leiðindi að austan"

http://krreykjavik.is/?p=240#comments

en þessar umræður er með eindæmum skemmtilegar og mörg borgarbörnin hörundsár og finnst vegið að sínu félagi.  Það er svosum ekkert nema skiljanlegt og hið besta mál að menn beri tilfinningar til síns liðs.  Nafni félagsins, Knattspyrnufélag Reyðarfjarðar verður ekki breytt enda er það skemmtilegt, sterkt og fallegt nafn.  KSÍ mun ekki samþykkja skammstöfunina KR af þeim orsökum að klúbbur nokkur í höfuðborginni hefur notað þá skammstöfun í gegnum tíðina.  Gott og vel skammstafa má liðið hvernig sem er á blaði, í tali okkar á milli og umræðunni á Reyðarfirði gæti vel verið að KR verði notað eða sú skammstöfun sem KSÍ mun notast við, það verður bara að koma í ljós og er svosum ekert stórmál fyrir mér.

KR Reykjavík kemur austur næstu helgi og spilar við Fjabbana ég held að það sé ekki spurning um að við eigum að fjölmenna á þennan leik í okkar búningum, eru menn ekki til í það?

- Kjartan Bragi

ps ég bætti inn myndum úr leik Súlunnar og HRV fyrir 2 árum, þetta var síðasti leikur sumarsins og fyrsti leikurinn sem spilaður var í Fjarðabyggðarhöllinni. 

 


Lifi KR!!!!

Það eru ekki allir sem vita það en þetta félag sem við höfum í dag er í raun afleiðing eins kvöldrúnts á Reyðarfirði fyrir 2 árum.  það var þannig að rétt áður en skráningar fresturinn í malarvinnslubikarinn rann út árið 2006 vorum við Palli á rúntinum hér í bæ í gríðar góðum gír og ræddum það hvað það væri ómögulegt að ekkert lið væri starfandi lengur á Reyðarfirði, við létum ekki þar við sitja og strax næsta dag vorum við búnir að safna liði og héldu fyrstu æfinguna um kvöldið.  Daginn eftir var svo allt klárt hjá okkur og við vorum búnir að skrá liðið í utandeildina undir nafni Súlunar frá Stöðvarfirði sem við fengum að láni og spiluðum við heimaleikina þar líka þar sem enginn völlur var nothæfur á Reyðarfirði þetta sumarið.  Þetta félag er svo að fara að spila í 3.deild sumarið 2008!!!

En þá að fréttum af félaginu: 

Stjórnin er búin að funda mikið  og fara í mikla undirbúningsvinnu við að koma liðinu í 3.deild, þetta er allt að verða klárt, fréttatilkynning um þetta verður send út á næstu dögum, stjórnina skipa svo ekki sé um það villst; Ólafur Kristinn Kristínarson formaður, Kjartan Bragi Valgeirsson framkvæmdastjóri, Einar Örn Hallgríms gjaldkeri og Páll Jóhannesson ritari.

 Umsóknin til ÍSÍ fer fyrir laganefnd hjá þeim í næstu viku, ef hún verður samþykkt er Knattspyrnufélag Reyðarfjarðar orðið opinbert íþróttafélag.

Það er samt ekki laust við að félagið hefur verið mikið milli tannanna hjá fólki undanfarna daga, flestir eru jákvæðir og finnst skemtilegt að fá fleiri lið að austan í deildarkeppnina, einhverjir eru þó neikvæðir og segja að við höfum ekkert í þetta að gera og þess háttar.  Til að svara því fólki vil ég bara segja að Knattspyrnufélag Reyðarfjarðar er komið til að vera, við hugsum þetta sem langtímaverkefni.  Það hefur ekki verið sjálfstæður meistaraflokkur á Reyðarfirði í 15ár og því mikil vinna og afrek að koma því í gang aftur.  En það er það sem við viljum og við höfum sannað það úr utandeildinni að við getum byggt hratt upp og getum gert hluti!!!!! 

EN það eru gríðarlega spennandi tímar framundan hjá okkur, við förum með fleiri æfingar í gang þegar við höfum gegnið frá lausum endum og vonandi náum við einum æfingaleik fyrir lok janúar. Meira um það síðar 

það er svo að fréttaaf búninga málum að þeir gætu verið með nýju sniði að ári jafnvel nýjum litum, það verður allt kynnt við hátiðlega athöfn.

En meira er ekki að frétta af bili og biður sjórn KR ykkur vel að lifa

- Kjartan Bragi


Ný síða

Jæja, þá erum við loksins hættir með þetta blog.central kjaftæði..

það er töluvert í gangi hjá okkur núna, til dæmist skráning á félaginu hjá ÍSÍ á fullu og vonumst við til þess að allt verði orðið klappað og klárt áður en skráningarfrestur í 3. deildina rennur út. Ætlum við að skrá okkur í deildina um leið og allt er komið á hreint.

 Það var samþykkt einróma á síðasta fundi ráðning Ævars Valgeirssonar í stöðu skemmtanastjóra hjá félaginu og vonumst við til þess að hann sinni því starfi af áhuga og eljusemi. Óskar stjórnin honum velfarnaðar í nýja starfinu, en þess má geta að Ævar er einnig leikmaður liðsins.

Æfingar eru á Sunnudögum kl 5 og vonumst við til þess að sjá sem flesta

Kveðja
Stjórnin


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband