Skellur í fyrsta leik í HEF mótinu: Höttur 10-0 Reyðarfjörður (9-0 reyndar taldi ég en það skiptir svosum ekki öllu)
Leikurinn byrjaði svosum ekki illa og höfðum við alveg í við sterka Hattarana í fyrri hálfleik. Hattarar náðu þó að skora 2 mörk í fyrri hálfleiknum og bættu svo því 3ja við úr víti skömmu fyrir hálfleik. Í byrjun seinni hálfleiks áttum við svo okkar bezta færi í leiknum þegar Ævar slapp einn í gegn en markamaður Hattar tók hann niður rétt fyrir utan vítateig, skólabókardæmi um rautt spjald en markmaðurinn var heppinn og uppskar aðeins gult. Skömmu síðar skoruðu Hattarar 4 markið eftir að sóknarmaður þeirra slapp einn í gegn, vissulega rangstöðulykt af því marki. Eftir þetta er eins og við gefumst upp og hættum og eftirleikurinn því auðveldur fyrir Héraðsmenn sem röðuðu inn mörkunum. Skratlegast af þeim var þó markið þegar boltinn var kominn meter aftur fyrir endalínuna. En það skiptir svosum ekki öllu Hattarar voru bara miklu betri og aldrei spurning hvoru megin sigurinn lenti.
Byrjunarliðið í gær:
Óli (M)
Sævar Svanur Kjartan B Jón Bj
Ísak Bjössi Ben
Arnar Konni Palli
Ævar
Á bekknum voru Eiríkur og Egill Gunnars. Eins og gefur að skilja var mikið af forföllum í okkar liði, en það er hlutur sem við verðum að fara að bæta úr, gott tækifæri til þess er núna á miðvikudaginn, en þá mætum við Leikni Fásk hér í Höllinni og væri nú ekki verra að við myndum vinna okkar fyrsta leik á undirbúningstímabilinu!!!!
Ps það er rétt að geta þess að þetta var kveðjuleikur Svans fyrir félagið en hann er á förum til Danmerkur og viljum vð þakka honum fyrir góð störf í þágu félagsins.
Færsluflokkar
Tenglar
Boltinn
- Gamla síðan !!!!
- KFF Fjabbarnir
- Leiknir F Leiknir International
- Utandeildin Malarvinnsludollan!!!
- Dýnamo Höfn Sovéski björninn
- 06.Apríl Seyðfirðingarnir
- http://
Um liðið
- Stjórnin Stjórn Félagsins
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvernig væri að skipta centernum úr liðinu á kantinn og setja einhvern fram sem getur skorað mörk ??? Nei,bara spyr...
Leiknismaður (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 17:46
Það er spurning hvort ég stökkvi ekki bara í centerinn og setji svona eins og 2 - 3 mörk... er ekki óvanur að setja hann á móti Leikni International :D
Ólafur Kristinn (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 22:14
Á fundi mínum við framkvæmdastjóra félagsins komumst við að þeirri sameiginlegri niðurstöðu að það þjónaði hagsmunum mínum og félagsins bezt að ég brygði mér í senterinn til að binda enda á markaþurrðina undanfarið!
En að öllu gamni slepptu þá er létt æfing annað kvöld kl 20:30 í Höllinni, og væri gaman að sjá eitthvað af ykkur haugunum þar
Kjartan Bragi (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 23:41
Hvar var Einar Örn???
Hilmar (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 11:44
Einsi Bomba var veikur þennan dag, annars hefðum við ekki verið í núllinu
Kjartan Bragi (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 23:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.