Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Verði ljós og varð ljós

Jæja þá þykir kominn tími til að hamra eitthvað nýtt inná þessa blessuðu síðu.  Einkennilegt er að segja frá því að lítið er að frétta af félaginu um þessar mundir enda leikmenn staddir útum allar trissur á landinu þennan veturinn og hópurinn þynnri fyrir austan en oft áður.  Klár afleiðing af þessu er að eflaust verður lítið um bolta hjá okkur í vetur en það kemur þó varla að sök enda liðið aðeins skipað einvala mönnum í hverri stöðu. 

  Nokkrir mektarmenn í félaginu hafa verið að rotta sig saman undanfarið og ákveðið að halda lokahóf e-n tímann milli jóla og nýárs þegar allir eru heima, þessi atburður verður líklega svo stór í burðum að ekki duga minna en röskir 3 mánuðir í skipulagningu, kom þessi hugmynd fram (ásamt öðrum sem eflaust eiga ekki heima á ritformi) þegar fulltrúar liðsins voru í opinberri kynningarferð í Reyjkavík um helgina.  Drög hafa verið lögð fram að deiliskipulagi kvöldsins og mun það fela í sér að taka æfingaleik við eitthvað lið og rústa því og svo gleðskap af ýmsu tagi um kvöldið og endað í heimspekilegum umræðum um tilgang lífsins, tilviljanir og heimsendi.  Til að undirbúa þetta betur mun allsherjarnefnd féglagsins líklega kíkja á lítið lokahóf í Reykjavíkurborg í Októbermánuði verði niðurstaða matsnefndar að sá viðburður teljist nógu merkur til að ræsa út allsherjarnefnd.

Af öðru þá ber helst að ræða um þreyfingar á leikmannamarkaði og ber það helst að frétta stórsala á Óla rauða til Æskunnar á Svalbarðsströnd.  Norðanmenn fengu Kanínuna síspræku með loforði um oddvitastól Svalbarðsstrandarhrepps á næsta kjörtímabili og verður ánægjuilegt að fylgjast með því.

Pál Jóhannesson var lánaður til Aab í Álaborg, þó með því skilyrði að hann mætti ekki undir nokkrum kringumstæðum spila með þeim í meistaradeildinni enda gæti það haft áhrif á þáttöku hans með Veldinu í evrópukeppninni á næsta tímabili, ef við komumst þangað.  Aab vildi ekki samþykkja þessa málamiðlun fyrst um sinn en eftir að dregið var í riðla var ljóst að hægt yrði að hvíla lykilmennina í þeim leikjum.

Fleira hefur ekki enn gerst í þeim efnum en reyndar bauð eitthvurt breskt félag, Liverpool FC eða eitthvað álíka, nokkrar kúlur í Atla Má Sigmarsson, leikmaðurinn hafnaði þó vistaskiptunum og sagði ekki í myndinni að hann myndi spila fyrir þann klúbb.

Það verður ekki meira í bili, næsta færsla kemur þegar jörð, sól og máni verða öll í beinni í línu og ritandinn hellist yfir mig

Þetta hefur verið Kjartan Bragi Valgeirsson sem valið hefur orðin af stakri snilld í þágu þessa pistils.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband