Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008
Um helgina lukum við keppni í malarvinnslubikarnum þetta árið með 6-3 tapi fyrir Nobburunum
Liðið: Lexi - Freyr, Siggi, Kiddi, Nad - Sigþór, Arnar, Arnór, Eiki - Ævar, Valli, bekkur Matti, Sveinn, Bjarki og Jón Björgólfs. Mörkin skoruðu Valli 2 og Eiki
Í leiknum áður spiluðum við við heimamenn á Borgarfirði
Liðið: Atli Már - Freyr, Kjartan B, Heiðar, Kiddi - Nad, Arnar, Arnór, Tommi, Eiki - Gummi; Bekkurinn var í þéttari kanntinum vatnsbrúsi, hitakrem, powerade en enginn leikmaður
Við byrjuðum þó betur og Tommi kom okkur yfir snemma leiks, á 40 mín jafna Borgfirðinar og bæta 2 við fyrir leikhlé. Í seinni hálfleik fór þolið að segja til sín og loka tölur 6-1. Sem er jafnframt stærsta tap sem við höfum mátt þola í malarvinnslubikarnum.
Svona fór nú sjóferð þá, og deildin endaði alveg hræðilega:
Eins og sjá má er þó lítið að marka þessa töflu enda breyttist allt þegar Dýnamó Höfn hætti keppni og öll þeirra úrslit skráð 3-0.
Árangurinn var frekar slakur þetta tímabilið og undir væntingum. Misstum marga menn frá því í fyrra og hópurinn var lítill, en þrátt fyrir það tókst okkur að manna lið í alla leiki, og vorum reyndar eina liðið sem það gerði eins merkilegt og það nú er! það er reyndar alveg ótrúlegt að lið sem gátu verið með heilt lið á bekknum í sumum leikjum hafi ekki náð í lið í lengri útileikina.
Við áttum oft í vandræðum með að ná í lið í sumar, bæði í heimaleikjum en sérstaklega í útileikjum eins og sést bezt á því að við fórum bara 11 til Hafnar og Borgarfjarðar og 12 til Norðfjarðar. Samt sem áður vorum við eina liðið sem kláruðum alla okkar leiki þetta sumarið sem verður að teljast ótrúlegt!
Þetta var samt sem áður skemmtilegt tímabil og vil ég þakka öllum sem áttu þátt í því. Á næsta ári rústum við síðan þessari deild!!!!!
p.s. Stefnum svo á að taka lokahóf, t.d. um jólin þegar allir eru heima, myndi ekki hata það að taka leik við sama tilefni. Hafa menn svo áhuga á því að vera með í Futsalinu þetta árið??
Íþróttir | 19.8.2008 | 23:01 (breytt kl. 23:18) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Íþróttir | 8.8.2008 | 13:12 (breytt 9.8.2008 kl. 16:33) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Tenglar
Boltinn
- Gamla síðan !!!!
- KFF Fjabbarnir
- Leiknir F Leiknir International
- Utandeildin Malarvinnsludollan!!!
- Dýnamo Höfn Sovéski björninn
- 06.Apríl Seyðfirðingarnir
- http://
Um liðið
- Stjórnin Stjórn Félagsins
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar