Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Á döfinni

Nú er komið að blása lífi í glóðirnar að nýju

 

Tveir æfingaleikir á döfinni:

 

Sá fyrri núna á fimmtudaginn, 1.maí, kl 11:00 í Höllinni á móti  3.flokk KFF

Sá seinni er reyndar óstaðfestur en verður sennilega á sunnudaginn 4.maí

á móti Huginn Seyðis, tímasetning er ekki enn komin á hreint.

 

Það er ljóst að við þurfum e-n mannskap í þessa leiki og því bið ég þá sem hafa áhuga á því að spila eðal knattspyrnu að melda sig!!! 


Lexi kominn austur

Einn af stofnfélugum félagsins, Alexander Freyr Sigurðsson sneri nú fyrir stuttu aftur til okkar eftir stutta dvöl hjá Fjölni.  Lexi hefur leikið 20 leiki fyrir félagið (KR og Súluna) og skorað í þeim 6 mörk.   Lexi getur leyst margar stöður á vellinum og fyrir okkur hefur hann ma spilað sem markvörður, bakvörður, framherji og kantari sem er hans aðal staða.  Lexi hefur á sínum ferli einnig spilað með Þrótti Nes, Val Rfj , Gerpi, Leikni Fásk, Snerti og nú síðast Fjölni.

 

Lexi var einn af aðeins 3 sem spiluðu alla deildarleikina með Súlunni 2006, hann var hins vega lítið fyrir austan síðasta sumar og náði því aðeins 5 leikjum í deildinni.  Lexi mætir hins vegar alltaf þegar hann er fyrir austan og það er akkúrat þannig menn sem við þurfum.  Við erum því mjög ánægðir með að fá Lexa aftur og han verður klár í slaginn gegn BN 26.maí.

 

En að öðrum málum þá er næsti æfingaleikur gegn 3.fl KFF og er stefnt á að hafa hann næstu helgi.  Nánari tímasetning kemur síðar en gott væri að menn myndu taka helgina frá, það er ekkert gaman að mæta í þessa leiki með vængbrotið lið!!!! 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Eitthvað að frétta????

Eins og flestir eflaust vita þá munum við ekki taka þátt í 3.deildinni í sumar af ýmsum ástæðum, við munum samt sem áður spila í utandeildinni og í Visa bikarnum en þar eigum við leik við BN 26.maí.  Stefnan er svo að vera komnir með lið í deild 2009, í seinasta lagi 2010.

 Varðandi utandeildina í sumar hef ég litlar fréttir en býst við að hún í kringum 20.júní líkt og í fyrra, sem er reyndar alltof seint.  Leikirnir síðasta sumar voru líka alltof fáir, skitnir 8 leikir (9 með vetrarbrunaleiknum) sem er ekki neitt, helst vildum við sjá að deildin byrjaði fyrr og væri með 12-14 leikjum á lið, sem væri algjör snilld... en þetta ræðst víst allt af áhuga hinna liðanna.

Svo er alltaf stóra spurningin hvaða lið verða með næsta sumar, býst fastlega við því að Einherji, Þristurinn, UMFB, 6.Apríl og BN verði með auk okkar, þó ég viti svosum ekkert um það.  Dýnamó Höfn hafa verið í einhverri lægð en það er vonandi að þeir verði með líka, svo hlýtur Neisti að vera með lið en þeir verða ekki með í 3.deildinni eins allir vita.  Höttur B er hins vegar kominn í 3.deildina og heitir núna Spyrnir.  Svo er alltaf spurning með lið eins og KF Fjarðál og Hrafnkel Freysgoða og hvort einhver ný lið bætist við.  það væri ekki leiðinlegt að fá komment ef menn úr öðrum liðum vita eitthvað meir.

Það sem við ætlum að reyna í sumar er að skapa fastskipaðri hóp, síðustu 2 sumur hafa margir leikmenn bara verið að spila 1-4 leiki en til þess að við þróumst eitthvað sem lið þurfum við að vera fleiri sem erum tilbúnir að fórna vinnu og öðru og mæta í alla leiki.  Þetta sást best á páskamótinu þar sem við mættum liðum með mun fastskipaðri hópa en við og rúlluðu yfir okkur.  Þetta er þó allt í áttina hjá okkur og sömu leikmennirnir hafa verið að mæta í alla æfingaleiknina í bland við nokkra part-timers.

Æfingar þessa daganna eru sameiginlegar með Leikni Fásk, næsta æfing er einmitt núna í kvöld(þriðjudag) kl 20:30.  Æfingasókn hjá okkar mönnum hefur verið að drappast niður síðustu vikurnar og er vægast sagt döpur, það dregur niður alla starfsemi félagsins svo ég skora á menn að fara að láta sjá sig.  Æfingaleikur verður svo haldinn á næstunni, við hverja og hvenær skýrist síðar. 

framkvæmdastjórinn 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband