- Nafn ? Kjartan Bragi Valgeirsson
- Kennitala ? Var afturkölluð af Hagstofunni
- Uppáhalds knattspyrnufélag(Tekið er fram að Sheff. Wed. er ekki knattspyrnufélag heldur klappstýrusamtök)? Miðað við forsendurnar í þessari spurningu sé mér ekki fært að svara henni en ef lesendur vilja kynna þér betur munin á knattspyrnuliðum og klappstýrusamtökum mæli ég með stórmyndinni Bring It On
- Hefur þú séð græna álfa? Veit það ekki, sá einu sini saving iceland liða á vappi þeir kannski flokkast sem slíkir
- Ef þú værir forseti USA hvað væri það fyrsta sem þú myndir gera? Að sjálfsöðgu myndi ég byrja á að fá mér nýtt teppi á skrifstofuna mína í hvíta húsinu eins og gömul hefð er.
- Er guð almáttugur? Nei, ef hann væri almáttugur gæti hann skapað stein svo þungan að enginn kraftur gæti loftað honum (og þar með hann sjálfur). Nú einnig ef hann gæti ekki skapað stein svo þungan að hann gæti ekki lyft honum væri hann augljóslega ekki almáttugur. Vert er að taka fram að ég sendi þessa spurningu á uppáhalds sjónvarpsmann minn, Gunnar Þorsteinsson gjarnan kenndan við kross en mér hefur ekkert svar borist.
- Trúir þú á guð? Get ekki sagt það enda mjög vísindalega sinnaður, hins vegar bíð ég spenntur eftir að Gunnar í Krossinum frelsi mig
- Hvenar sástu Ólaf Kristinn síðast stunda mök? Það var í apríl á síðasta ári þegar söngvakeppni framhaldskólanna var á akureyri en ég, ævar og óli gistum saman í bústað. Svo þegar ég drambast uppí bústað um morgunin sé hvar óli liggur með þetta líka sólheimaglott, spúsu upp á arminn og notaðan smokk í gluggakistunni (já ég tékkaði hann var notaður), fyrst sem ér spurði að var; var hún þröng?
- Hver er fallegastur í KR(Rauðhært fólk hefur ekki framboðsrétt)? Konni og Atli Már hafa löngum tryllt dömurnar
- Ef þú fengir að vita í dag að enginn væri morgundagurinn hvað myndiru athafast? Gera allt sem ég gæti til að fara í svokallaðan trekant með þér Palli og danskri spúsu og Óla og annari spúsu líkt og þið hafið margoft boðið mér báðir.
- Af hverju verður fólk rauðhært? Það stafar af því að viðkomandi hefur erft gen fyrir rauðu hári frá báðum foreldrum. Vert er að taka fram að fólk verður einnig Kastaníubrúnhært af sömu ástæðum. Annar möguleiki fyrir fólk sem vill verða rauðhært er að lita á sér hárið með þar til gerðum rauðum hárlit en deila má um það hvort fólk sé þá alvöru rauðhausar.
- Hverjir verða Englandsmeistarar í vor og hverjir verða Evrópumeistarar(Í knattspyrnu karla)? Chelskí og að sjálfsögðu FC Bayern
- Ertu tilbúinn að setja pening á það? Já ég myndi gjarnan vilja leggja undir 100 hollensk gyllini
- Hvað er það vandræðalegasta sem þú hefur lent í? Einu sinni var ég að versla í krónunni og fékk höfnun á kortið mitt, það var rosalegt
- Nike eða Adidas? Hvurs lags spurning er þetta, Puma að sjálfsögðu
- Uppáhalds lag? Engan Trekant hér með Leoncie
- Ef þú fengir sénsinn á því að vera gagnkynhneigður í einn dag hvaða stelpu/konu myndiru vilja vera með? Ragnhildi Steinunni af augljósum ástæðum
- Gunnar í Krossinum eða Ingvar Rafn? Góð spurning, ef þetta er um það hvorn ég myndi vilja hafa á móti mér í liði í fótbolta þá væri það Ingvar Rafn því það er svo létt að vinna hann
- Ertu góður í einhverju, ef svo er þá hverju? Fagmaður í öllu sem ég tek mér fyrir hendur, hef lengið vakið athygli fyrir sönghæfileika og fyrir að vera yfirburða tæknitröll á knattspyrnuvellinum
- Hvaða lag söngstu seinast sem var tekið upp á gsm síma? Það var Lofsöngur eftir Mattías Jochumson við ljóð Sveinbjörns Sveinbjörnssonar, áður hafði ég gert lagið Baby One More Time með hefðarfrúnni Britney Spears ódauðlegt
- Uppáhalds svarti íþróttamaður? Hinn mikli meistari Usain Bolt hversu geðveikt var hlaupið hans á ólympíuleikunum?
- Uppáhalds hvíti íþróttamaður? Sá hvítasti er alla vega Ólafur Kr. Kristínarson, annars var það alltaf Jürgen Klinsmann
- Edwin Van Der Sar eða Ólafur Kristinn Kristínarson(Rökstuðningur)? Ólafur Kristinn Kristínarson, hann er fallegri, liðugri og svo kom hann með nýja vídd í heim markmennskunnar í fyrra þegar hann uppgvötaði að markmenn ættu að fá boltann Í sig
- Ef þú heyrir orðið FAXE KONDI hvað er það fyrsta sem þér dettur í hug? Var það ekki úrvalsdeildin í danmörku fyrir nokkrum árum
- Þegar þér bregður hvaða hljóð gefuru þá frá þér? Það er nokkurskonar ómuð sérhljóðun af styrknum svona 35 dB
- Ef þú þyrftir að henda Atla eða Lexa út úr flugvél hver fengi að fjúka? Má ég ekki velja báða?
- Finnst þér svínakótilettur með bernasie sósu og kartöflum gott? Ég myndi telja það í meðallagi gott
- Hvað var lægsta einkunn sem þú fékkst í menntaskóla og í hvaða grein var það? 5 í skólasókn en í alvöru greinum var það 6 í stæ 603en það var eina einkunnin mín undir 7
- Ef svo ólíklega vildi til að þú myndir neita áfengis hvaða áfengi myndi það vera? Hin heilaga blanda Gin&Tónik klikkar sjaldan sem og Stellan góða
- 1 ósk? Að geta breytt 49,9% af mínum gáfum í fótboltahæfileika
- Snart til hægri eða snart til vinstri? Snart til hægri
- Smíða eða smítta? Bíta eða bítta? Allir góðir menn segja smítta, annað er rugl og þar af leiðandi líka bítta
- Steven Gerrard eða Roy Keane? Hver er munurinn á kúk og skít?
Tekið er fram að allar spurningar eru frumsamdar og er ætlun þeirra ekki að móðga rauðhærða eða að gefa út frá sér rasistastrauma.
Umsjónarmaður hinnar hliðarinnar var Páll Jóhannesson lífskúnster
Færsluflokkar
Tenglar
Boltinn
- Gamla síðan !!!!
- KFF Fjabbarnir
- Leiknir F Leiknir International
- Utandeildin Malarvinnsludollan!!!
- Dýnamo Höfn Sovéski björninn
- 06.Apríl Seyðfirðingarnir
- http://
Um liðið
- Stjórnin Stjórn Félagsins
Bloggvinir
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 637
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kjartan,,
Trekanturinn er í boði hvenær sem þú ert til ;)
þú sást aldrei neitt, það var Ævar sem varð vitni að þessu :p hehehe
Van der sar er bara kettlingur.. hann kann ekkert í fótbolta, er stundum fyrir..
og Ja ég er besti hvíti íþróttamaðurinn, enda eini sem er HVÍTUR.. ;)
Óli Formaður (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 23:32
Já reyndar er það rétt að ég sá aldrei neitt og er í raun enn móðgaður að þú hafir ekki farið aftur uppá hana svona sem peep show fyrir mig
p.s. hvar er I´M a VIRGIN bolurinn góði sem við keyptum tyrklandi hann var goðsagnakenndur
Knattspyrnufélag Reyðarfjarðar, 9.2.2009 kl. 23:35
Já það var sem sagt ég sem átit kommentið hér að ofan
Kjartan Bragi (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 23:36
hahahha hann er inní skáp... hann verður notaður við gott sprell þegar þú kemur norður ;)
Óli Formaður (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 23:39
Hver afturkallaði kennitöluna? Voru það narglarnir eða kannski Jón Ásgeir??
Atli Már (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 00:50
Hún var afturkölluð sem hluti af pólitískum hreinsunum Jóhönnu Sig og félögum hennar í nýja Þjóðvaka
Kjartan Bragi (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 00:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.