Höfum unnið tvo góða sigra núna í röð, fyrst á sunnudaginn á höfn í heldur betur skrautlegum leik, fórum bara 11 í leikinn, á 50 mín meiðist Kjartan Bragi og eftir það erum við bara 10 ( líkt og hornfirðingar líka), seinna í leiknum er svo Nad rekinn útaf ásamt einum Dýnamó manni þannig leikurinn endar 9 á móti 9. Mikið var um ný andlit hjá okkur í leiknum og stóðu sig allir með prýði og einn þeirra, sigþór, náði mas að skora, Ævari tókst líka þótt ótrúlegt sé að skora, loka tölur 2-0 fyrir okkur:
Liðið: Lexi (m) - Nad, Kjartan Bragi, Matti, Jón Björgólfs - Sigþór, Arnar, Davíð Brynjar, Eiki -Ævar, Bjarki
Í gær spiluðum við gegn Þristinum frá Hallormstað í Höllinni. Þristarmenn voru með nokkuð breytt lið frá leik liðanna á Fellavelli fyrr í sumar og nokkur andlit úr Hetti/Spyrni. Nokkur forföll voru í okkar liði sem annars var þannig skipað:
Ævar (m) - Matti, Arnór, Heiðar, Gummi Rúnar - Sölvi, Hilmar, Vignir, Baldur - Arnar, Sigþór
Bekkur: Eiki, Bjarki, Arnar, Heiðar og Símon
Leikurinn var í járnum allan tímann og bæði lið sköpuðu sér nokkur færi. Eina mark leiksins skoraði Arnar í seinni hálfleik eftir góðan undirbúning frá Baldri sem labbaði í gegnum alla Þristarvörnina. Einnig átti Ævar stórleik í markinu og bjargaði oft vel. Þrátt fyrir harða hríð að okkar marki undir lokinn tókst okkur að halda hreinu og lokutölur 1-0 fyrir okkur.
Við erum því efstir og jafnir með Þristurum með 12 stig eftir 7 leiki. Næsti leikur okkar er á Seyðisfirði við 06.Apríl á mánudaginn kl 20:00 en ekki á sunnudaginn eins og áður var auglýst
Held það sé ekki meira í bili...
Færsluflokkar
Tenglar
Boltinn
- Gamla síðan !!!!
- KFF Fjabbarnir
- Leiknir F Leiknir International
- Utandeildin Malarvinnsludollan!!!
- Dýnamo Höfn Sovéski björninn
- 06.Apríl Seyðfirðingarnir
- http://
Um liðið
- Stjórnin Stjórn Félagsins
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já flottir leikir hjá okkur og vonandi tökum við Seyðfirðingana í bakaríið.
Vil hrósa vörninni í seinustu tveim leikjum. Þeir hafa staðið sig með prýði og ekkert gefið eftir. Vonandi koma þeir í næsta leik ásamt Kjartani Braga sem átti snilldar leik á línunni í seinasta leik....
Áfram KR
Arnar (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 22:50
Sællir ég vona að þið vera vinna í næsta leik borgarfj næsta leik
Kristinn Agnar (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 12:54
smá Ol grín
Heidi Strand, 19.8.2008 kl. 23:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.