Lexi kominn austur

Einn af stofnfélugum félagsins, Alexander Freyr Sigurðsson sneri nú fyrir stuttu aftur til okkar eftir stutta dvöl hjá Fjölni.  Lexi hefur leikið 20 leiki fyrir félagið (KR og Súluna) og skorað í þeim 6 mörk.   Lexi getur leyst margar stöður á vellinum og fyrir okkur hefur hann ma spilað sem markvörður, bakvörður, framherji og kantari sem er hans aðal staða.  Lexi hefur á sínum ferli einnig spilað með Þrótti Nes, Val Rfj , Gerpi, Leikni Fásk, Snerti og nú síðast Fjölni.

 

Lexi var einn af aðeins 3 sem spiluðu alla deildarleikina með Súlunni 2006, hann var hins vega lítið fyrir austan síðasta sumar og náði því aðeins 5 leikjum í deildinni.  Lexi mætir hins vegar alltaf þegar hann er fyrir austan og það er akkúrat þannig menn sem við þurfum.  Við erum því mjög ánægðir með að fá Lexa aftur og han verður klár í slaginn gegn BN 26.maí.

 

En að öðrum málum þá er næsti æfingaleikur gegn 3.fl KFF og er stefnt á að hafa hann næstu helgi.  Nánari tímasetning kemur síðar en gott væri að menn myndu taka helgina frá, það er ekkert gaman að mæta í þessa leiki með vængbrotið lið!!!! 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

jæja Kjartan bragi minn;* herðu ég þakka þetta heeeeelnetta blogg og bara lýst mér nú mætavel á þetta hjá þér;) ég verð samt því miður að segja þér það að ég get ekki keppt gegn bn í bikarnum:( verð fyrir sunnan því ég þarf að fara til danmerkur til móður minnar 30 maí, en hérna ég ætla ekki að hafa þetta mikið lengra;) sjáumst eldhressir og kátir um helgina gegn 3 flokk;) Förum að snúa þessu við og koma okkur á sigurbrautina aftur;)

Lexi;** (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband