Eins og flestir eflaust vita þá munum við ekki taka þátt í 3.deildinni í sumar af ýmsum ástæðum, við munum samt sem áður spila í utandeildinni og í Visa bikarnum en þar eigum við leik við BN 26.maí. Stefnan er svo að vera komnir með lið í deild 2009, í seinasta lagi 2010.
Varðandi utandeildina í sumar hef ég litlar fréttir en býst við að hún í kringum 20.júní líkt og í fyrra, sem er reyndar alltof seint. Leikirnir síðasta sumar voru líka alltof fáir, skitnir 8 leikir (9 með vetrarbrunaleiknum) sem er ekki neitt, helst vildum við sjá að deildin byrjaði fyrr og væri með 12-14 leikjum á lið, sem væri algjör snilld... en þetta ræðst víst allt af áhuga hinna liðanna.
Svo er alltaf stóra spurningin hvaða lið verða með næsta sumar, býst fastlega við því að Einherji, Þristurinn, UMFB, 6.Apríl og BN verði með auk okkar, þó ég viti svosum ekkert um það. Dýnamó Höfn hafa verið í einhverri lægð en það er vonandi að þeir verði með líka, svo hlýtur Neisti að vera með lið en þeir verða ekki með í 3.deildinni eins allir vita. Höttur B er hins vegar kominn í 3.deildina og heitir núna Spyrnir. Svo er alltaf spurning með lið eins og KF Fjarðál og Hrafnkel Freysgoða og hvort einhver ný lið bætist við. það væri ekki leiðinlegt að fá komment ef menn úr öðrum liðum vita eitthvað meir.
Það sem við ætlum að reyna í sumar er að skapa fastskipaðri hóp, síðustu 2 sumur hafa margir leikmenn bara verið að spila 1-4 leiki en til þess að við þróumst eitthvað sem lið þurfum við að vera fleiri sem erum tilbúnir að fórna vinnu og öðru og mæta í alla leiki. Þetta sást best á páskamótinu þar sem við mættum liðum með mun fastskipaðri hópa en við og rúlluðu yfir okkur. Þetta er þó allt í áttina hjá okkur og sömu leikmennirnir hafa verið að mæta í alla æfingaleiknina í bland við nokkra part-timers.
Æfingar þessa daganna eru sameiginlegar með Leikni Fásk, næsta æfing er einmitt núna í kvöld(þriðjudag) kl 20:30. Æfingasókn hjá okkar mönnum hefur verið að drappast niður síðustu vikurnar og er vægast sagt döpur, það dregur niður alla starfsemi félagsins svo ég skora á menn að fara að láta sjá sig. Æfingaleikur verður svo haldinn á næstunni, við hverja og hvenær skýrist síðar.
framkvæmdastjórinn
Færsluflokkar
Tenglar
Boltinn
- Gamla síðan !!!!
- KFF Fjabbarnir
- Leiknir F Leiknir International
- Utandeildin Malarvinnsludollan!!!
- Dýnamo Höfn Sovéski björninn
- 06.Apríl Seyðfirðingarnir
- http://
Um liðið
- Stjórnin Stjórn Félagsins
Bloggvinir
Maí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | ||||
4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 |
11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 |
18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 |
25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.5.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
þú ert meistari kjartan
Ólafur Kristinn (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 12:03
06.Apríl verður að sjálfsögðu með í sumar og auðvitað viljum við sem flesta leiki. Ég legg til að við fáum forsvarsmenn fleiri liða í lið með okkur og sendum sameiginlega áskorun til ÚÍA að fjölga leikju, hvernig sem það yrði svo gert...
Gummi (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 19:11
það eina sem þeir gætu gert er bara að bæta við umferðum...
Ólafur Kristinn (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 22:34
Það væri ekki vitlaust að senda svona áskorun, grunnforsenda fyrir því að hafa fleiri leiki er að byrja mótið fyrr, eins og í byrjun júní. þá eru flestir komnir heim úr skólum, vellirnir orðnir tilbúnir og engin ástæða til að bíða með mótið.
Til að fjölga leikjum er best að spila tvöfalda umferð en það ræðst svosum allt af fjölda liða
Kjartan Bragi (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 00:07
ég hefði viljað sjá þrefalda umferð:P;) hafa þetta eins og 3. deildina bara, 3 leikir gegn hverju liði, hafa þetta bæði lengra og meira spennandi þá...
Lexi (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 19:09
Það er samt spurning hvort ElliSmellirnir séu til í þetta, hvort þeir hafi bara úthaldið í þetta:P:)
Lexi (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 19:10
Sællir ke verður með heiðar högni var að seija mér það um daginn þegar hann var eskifj þeir vilt frá mig til ke en ég seiji við hann að ég kem ekki eskifj að spila með þeim ég ætlar vera með bn 96
Kristinn Agnar (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 19:17
Það var nú gott Kristinn að þú hefur loksins ákveðið þig og haldið þig við Neskaupstaðinn;)
Lexi (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 20:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.