Stórtap gegn Hetti

Það fór heldur betur ekki vel hjá okkur í gær i N1 viðureign okkar við Hött í vetur.  Skemmst er frá því að segja Hattarar stjórnuðu leiknum frá a-ö og niðurstaðan hræðilegt stórtap 8-0.

Leikurinn er einn sá allra slakasti sem við höfum spilað en ég ætla svosum ekkert að fara nánar út í það hér.  Eitthvað virtust menn uppteknir við misalvarlega hluti því mikið var um forföll í okkar liði.  Það er hlutur sem við verðum að fara að bæta úr, þó þetta séu bara æfingaleikir þurfum við að setja smá alvöru í þá, það er alveg á hreinu.

Ég held að þó sé best að gleyma þessum leik aðeins um stund og rífa upp um sig brækurnar, annað kvöld, þ.e. þriðjudagskvöld er sameiginleg æfing hjá Reyðarfirði og Leikni F kl 20:30 í Höllini og er vonandi að menn sjái sér fært að mæta.

Það sem er á döfinni hjá okkur næstu daga er páskamót sem Spyrnismenn ætla að halda á Fellavelli um páksahelgina eins og glöggir lesendur hafa eflaust áttað sig á.  Gert er ráð fyrir 4 liðum í mótinu og því 3 leikjum og má búast við að sá fyrsti verði miðvikudaginn 19.mars. 

Þeir leikmenn sem spiluðu í gær voru: Stefán Ingi, Brimir, Kjartan Bragi, Jón Björgólfs, Valli, Bjössi Ben, Arnar, Marinó, Eiríkur, Ævar, Biddi, Símon og Geilsi Hreins.  Jóhann Örn og Óli formaður komu svo í hálfleik. 

Nú er bara um að gera að rífa sig upp og láta skína í fésið á sér á þriðjudaginn!!!

Kjartan Bragi 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þetta ekki meira Spyrnir sem þið hafið verið að spila við? Stærsti hluti liðs Hattar (og bestu leikmenn þeirra) er fyrir sunnan.

Egs (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 14:43

2 identicon

Þetta er einhver blanda af Hetti og Spyrni skilst mér

Kjartan Bragi (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 19:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband