2-1 tap gegn 2.fl Hattar

Knattspyrnufélag Reyðarfjarðar spilaði sinn fyrsta leik á nýju ári á miðvikudaginn sl gegn sprækum 2.flokks pollum sem komnir voru ofan af héraði.  Lið okkar var mjög fjölmennt í leiknum en alls 21 leikmaður kom við sögu, þar af voru nokkrir leikmenn sem við fengum frá KFF en vonandi verður einnig um slíkt samstarf að ræða í sumar.  Var strax ljóst að leikurinn yrði mun jafnari en síðasti leikur liðanna og munaði þar mjög um nýju mennina og meiri breidd í hópnum.

Leikurinn sjálfur var nokkuð jafn, Ævar kom okkur yfir í fyrsta leikhluta en strax í næstu sókn urðum við fyrir því að skora sjálfsmark eftir hornspyrnu Hattara.  Í öðrum leikhluta skoruðu Hérarnir svo sigurmarkið eftir að sóknarmaður þeirra slapp einn í gegn.  Eftir það fengum við fullt af færum sem við nýttum bara ekki, undir lok leiksins fékk einn Héranna dauðafæri en skaut hátt yfir einn á móti markmanni.

Liðið: Óli (m), Sævar, Ingvar, Kalli, Ingi Steinn, Jóhann Örn, Gísli, Ævar, Vignir, Símon, Fannar, Páll, Kjartan Bragi, Einar Örn, Arnar, Gummi Daði, Siggi Steinn, Svanur, Kristján Larsen, Jón Björgólfs og Eiríkur

3 Reyðfirðingar léku með liði Héraðsmanna, Júdas, Baldur Seljan og Sonja Björk, vonum við að þeir (Sonja er víst ekki lögleg með okkur) sjái sér fært að snúa heim á næstunni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já það eru meiri viðbrögðin strákar, þið vælið og veinið um blogg og svo þegar það kemur þá fæ ég ekki eitt komment!

Kjartan Bragi (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 16:18

2 identicon

Má ég að vera með hópinn hjá ykkur í æfingar leikir kv kristinn agnar

Kristinn Agnar (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 19:55

3 identicon

þetta er flott blogg hjá þér Kjartan minn:D;** hehe óheppnir gegn þessum stubbum uppúr héraðinu!.. en ég heyri í þér kallinn seinna;);***

Lexi;** (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband