Ný síða

Jæja, þá erum við loksins hættir með þetta blog.central kjaftæði..

það er töluvert í gangi hjá okkur núna, til dæmist skráning á félaginu hjá ÍSÍ á fullu og vonumst við til þess að allt verði orðið klappað og klárt áður en skráningarfrestur í 3. deildina rennur út. Ætlum við að skrá okkur í deildina um leið og allt er komið á hreint.

 Það var samþykkt einróma á síðasta fundi ráðning Ævars Valgeirssonar í stöðu skemmtanastjóra hjá félaginu og vonumst við til þess að hann sinni því starfi af áhuga og eljusemi. Óskar stjórnin honum velfarnaðar í nýja starfinu, en þess má geta að Ævar er einnig leikmaður liðsins.

Æfingar eru á Sunnudögum kl 5 og vonumst við til þess að sjá sem flesta

Kveðja
Stjórnin


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég verð að viðurkenna það að ég myndi velja einhvern annan en Ævar sem skemmtanastjóra, hann er alltaf með sama leiðinlega djókið, svo er hann alls ekki fyndinn.. sorry ævar;)

Lexi (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 17:13

2 identicon

og já til hammó með nýju síðuna strákar mínir:)

Lexi (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 17:14

3 identicon

Já þú segir nokkuð Lexi minn, það segir hvergi í starfslýsingu skemmtannastjóra að hann þurfi að vera fyndinn, en annars hvað er að frétta af þér, má búast við þér austur í sumar til að spila með hinu vaxandi liði KR?

Kjartan Bragi (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 18:18

4 identicon

Lexi Lexi minn er einhver vottur af biturleikar hmm.

en til að halda þér góðum þá er hér laus staða hjá KR sem Gjaldkeri/Fjármálastjóri þú hefur auðvitað marg sannað þig á því sviði síðan væri ég hvenær sem er til í að víkja fyrir þér svo þú getir orðið skemmtanastjóri kjellinn þú ert náttúrulega magnaður á því sviði líka

Ævar (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 19:42

5 identicon

nei.. ekki eins og er, ég kem ekkert austur með þessu áframhaldi með fjölni, ég er í a liðinu eins og er hjá honum tedda, er að fara að spila í reykjarvíkurmótinu og ég er hægri kantur númer eitt hjá honum tedda þannig ekki bíst ég við því að koma austur aftur á næstunni... svo er ég ekki þinn Ævar!

Lexi (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 12:11

6 identicon

Jæja Ævar,,, hvernig væri nú að fara að gera eitthvað í þessari skemmtanastjórn þinni...!! Við höfum ekki séð neitt gerast hjá þér í þessu nýja starfi ;)... Við vonumst eftir því að skemmtanastjórinn taki nú við sér og fari að gera góða hluti...

Óli (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband