Færsluflokkur: Hin Hliðin

Hin Hliðin - Atli Sigmars...

Ég ætlaði að koma með rosalegt blogg en sá þá að Óli hafði tekið þessa meistaralegu hina hlið á A-manninum en ekki birt mörðurinn svo ég tók mér það bessa leyfi að gera það hið snarasta

Annars er það helst í fréttum að samningar hafa náðst við Leikni Fásk um æfingaleik í Jólafríinu, sennilega 30.des.  Þeir ætluðu ekki að þora fyrst en eftir að Óli hótaði öllu illu ef þeir myndu ekki taka leikinn sá þeir ekki annan leik í stöðunni.  Bara takið daginn frá

En þá að hinni hliðinni: 

Fullt nafn: Atli Már Sigmarsson

 


Gælunafn: A-maðurinn.

Aldur:
21

Giftur/sambúð:
Single

Börn:
Engin

Hvað eldaðir þú síðast?
Kjúkling í huganum, annað man ég ekki

Hvað vilt þú fá á pizzuna þína?
Skinku

Hvernig gemsa áttu? Sony Ericsson W310 eða eittthvað álíka


Uppáhaldssjónvarpsefni? Klovn baby :D

Hvaða tónlist hlustar þú á? Hlusta alltof lítið nema á útvarp, það er þó helst Queen og TOTO


Uppáhaldsútvarpsstöð? Rás 2, FM957 um helgar

 


Uppáhaldsdrykkur? Always Coca Cola

Uppáhaldsvefsíða ? 
Hvernig dettur þér þessi spurning í hug Ólafur...

Ertu hjátrúarfullur fyrir leiki (ef já, hvernig þá?)? Man ekki eftir neinu, en gæti vel trúað því.

Hvernig er best að pirra andstæðinginn?
Hrinda honum stöðugt inní teig í hornspyrnu.

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með?
Hetti

Hvert var átrúnaðargoð þitt á yngri árum? Hmm...ætli það hafi ekki verið Alan Shearer og Róbert Haraldsson


Erfiðasti andstæðingur? Marinó Óli er helvíti að eiga við

Besti samherjinn?
Marinó Óli

Sætasti sigurinn? hmm ekki úr mörgum leikjum að velja hehe... man sérstaklega eftir einum sigri á Þrótti á Austurlandsmóti á Eiðum 1998, þá réðst sigurinn á gullmarki í fyrsta og eina skipti mínu á knattspyrnuvellinum

 


Mestu vonbrigði? Tímabilin 2007/8 með KR voru mikil vonbrigði horft til leikmannamála helst

Uppáhaldsknattspyrnumaður? Alan Shearer

Besti íslenski knattspyrnumaðurinn fyrr og síðar?
Ásgeir Sigurvinsson

Efnilegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi?
Sara Björk Gunnarsdóttir

Grófasti leikmaður deildarinnar?
Er ekki viss

Besti íþróttafréttamaðurinn?
Gummi Ben er bestur, annars er ég alltaf hrifinn af Gaupa líka

Hver er mesti höstlerinn í liðinu? Fyrir utan mig (að sjálfsögðu) þá er það Kjartan Polo


Hefurðu skorað sjálfsmark? Já oft J

Spilar þú Championship Manager tölvuleikinn?

Hvenar byrjaðir þú að æfa fótbolta?
Byrjaði 7 ára gamall á malarvellinum með Lúlla Vignis

Ef þú mættir breyta einni reglu í fótbolta, hverju myndir þú breyta?
Ég myndi vilja fá skýrari reglur um peysutog, jafnvel færa það undir áminningar.

Hvern vildir þú sjá á sviði? (tónleikum)
Queen á árunum 1982-1986

Hver er frægasta persónan sem þú ert með í farsímanum þínum? Petra Lind markvörður U19 ára landsliðsins 2005-2007


Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn í öllum heiminum? Kaupmannahöfn er frábær staður fyrir utan þetta venjulega.

 


Hversu lengi ertu að koma þér í gang á morgnanna? Ekki nema 3 mín að vakna en 5-6 klst að koma mér í gang.

Hver er uppáhaldsÍÞRÓTTAMAÐURINN þinn? Enginn sérstakur


Hver er uppáhalds platan þín? The Game með Queen hefur alltaf verið í uppáhaldi

Hvenær borgaðir þú þig síðast inn á knattspyrnuleik?
FH-Aston Villa í haust

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú? Adidas


Í hverju varstu lélegastur í skóla? Heimilisfræði

Hvað langar þér að taka þér fyrir hendur þegar að fótboltaferilinn er búinn? Ahh kvíði þeim tíma maður... Ætli maður endi ekki bara í einhverri 9-5 vinnu, what a way to make a livin J


Eithvað að lokum? Nostradaums sagði, stórveldið úr austri mun rísa á 21. Öld.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband