Tímabilið

Um helgina lukum við keppni í malarvinnslubikarnum þetta árið með 6-3 tapi fyrir Nobburunum

Liðið: Lexi - Freyr, Siggi, Kiddi, Nad - Sigþór, Arnar, Arnór, Eiki - Ævar, Valli, bekkur Matti, Sveinn, Bjarki og Jón Björgólfs.  Mörkin skoruðu Valli 2 og Eiki

Í leiknum áður spiluðum við við heimamenn á Borgarfirði

Liðið: Atli Már - Freyr, Kjartan B, Heiðar, Kiddi - Nad, Arnar, Arnór, Tommi, Eiki - Gummi; Bekkurinn var í þéttari kanntinum vatnsbrúsi, hitakrem, powerade en enginn leikmaður

Við byrjuðum þó betur og Tommi kom okkur yfir snemma leiks, á 40 mín jafna Borgfirðinar og bæta 2 við fyrir leikhlé.  Í seinni hálfleik fór þolið að segja til sín og loka tölur 6-1.  Sem er jafnframt stærsta tap sem við höfum mátt þola í malarvinnslubikarnum.

 

Svona fór nú sjóferð þá, og deildin endaði alveg hræðilega:

1 Ungmennafélag Borgarfjarðar ↗    10712 31:1813 22
2 Boltafélag Norðfjarðar 1996 ↗    10703 31:1813 21
3 06. apríl ↗    10523 28:1513 17
4 Ungmennafélagið Þristur ↗    10505 21:28-7 15
5 Knattspyrnufélag Reyðarfjarðar ↗    10415 23:25-2 13
6 Dynamó Höfn ↗    100010 0:30-30 0

 Eins og sjá má er þó lítið að marka þessa töflu enda breyttist allt þegar Dýnamó Höfn hætti keppni og öll þeirra úrslit skráð 3-0. 

Árangurinn var frekar slakur þetta tímabilið og undir væntingum.  Misstum marga menn frá því í fyrra og hópurinn var lítill, en þrátt fyrir það tókst okkur að manna lið í alla leiki, og vorum reyndar eina liðið sem það gerði eins merkilegt og það nú er!  það er reyndar alveg ótrúlegt að lið sem gátu verið með heilt lið á bekknum í sumum leikjum hafi ekki náð í lið í lengri útileikina.

Við áttum oft í vandræðum með að ná í lið í sumar, bæði í heimaleikjum en sérstaklega í útileikjum eins og sést bezt á því að við fórum bara 11 til Hafnar og Borgarfjarðar og 12 til Norðfjarðar.   Samt sem áður vorum við eina liðið sem kláruðum alla okkar leiki þetta sumarið sem verður að teljast ótrúlegt!

Þetta var samt sem áður skemmtilegt tímabil og vil ég þakka öllum sem áttu þátt í því.  Á næsta ári rústum við síðan þessari deild!!!!!

p.s.  Stefnum svo á að taka lokahóf, t.d. um jólin þegar allir eru heima, myndi ekki hata það að taka leik við sama tilefni.  Hafa menn svo áhuga á því að vera með í Futsalinu þetta árið??


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Eins og sjá má er þó lítið að marka þessa töflu" - af hverju er lítið að marka hana? það voru lið sem græddu á því að dýnamó skyldu hætta leik en önnur sem töpuðu á því.. svo voru enn önnur lið sem hefðu getað grætt á því en hefðu líka getað tapað á því... svo nákvæmlega hvernig er lítið að marka þessa töflu? dýnamó áttu eftir að heimsækja BN og 06 april og áttu eftir að taka á móti UMFB, 06 apríl og Þristinum.. deildin hefði getað endað allt öðruvísi en hún endaði og líka allt öðruvísi en hún var áður en dýnamó hættu og úrslit þeirra urðu öll 0-3 töp...

uuuuuuuu (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 16:28

2 identicon

ég væri til í Futsal hringið bara (8692720)

torif (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband