Stærsta tap í sögu félagsins

Í gærkvöldi áttust við stóru liðin á austurlandi í Visabikarkeppni KSÍ... Þarna er ég auðvitað að tala um Knattspyrnufélag Reyðarfjarðar og Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar. Úrslitin voru ekki alveg hin ákjósanlegustu en lokatölur leiksins urðu 0-17 fyrir KFF.

Við byrjuðum vægast sagt ekki vel og var staðan orðin 0-3 eftir 11.mínútna leik. Eftir það fóru menn aðeins að vakna og héldum við út fram að 26. mínútu. Fengum svo á okkur 2 mörk í viðbót í fyrrihálfleik þannig að staðan var 0-6 í hálfleik. Hreint ekki svo slæmt, en í síðari hálfleik þá hrundi leikur liðsins og Fjabbarnir byrjuðu hálfleikinn á því að skora 2 mörk á 47. mínútu. Eftir það röðuðu þeir inn mörkunum hverju á fætur öðru, þeir skoruðu síðan aftur 2 mörk á 70 mínútu. Leikurinn endaði því að Fjabbarnir sigruðu eins og áður kom fram 0-17. Þannig að seinni hálfleikur fór 0-11, sem er náttúrulega bara alveg skelfilegt miðað við það hvernig fyrri hálfleikur var.

En það þýðir nú lítið að svekkja sig á þessu, þarna fengum við tækifæri til þess að spreyta okkur gegn liði sem er í toppbaráttu í 1.deild. Þetta er án alls efa stærsti leikur sem Knattspyrnufélag Reyðarfjarðar hefur nokkurntíman spilað. Við getum nú bara verið nokkuð stoltir með úrslitin miðað við það að okkur vantaði marga af okkar sterkustu mönnum. Einnig vildi svo óheppilega til að Ævar okkar Valgeirsson ákvað það í upphitun að hlaupa eitthvað kjánalega og slasa sig aftan í læri. Fyrir næsta leik verður ævar ekki látinn hreifa sig í upphitun heldur verður hann bara látinn sitja við ofninn og hita sig við hann.

 

Hérna er hægt að sjá stutta umfjöllun og markaskorara leiksins: http://austurglugginn.is/index.php/20080603570/Fjardabyggd/Ymislegt/Byrja_fyrr_naest


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og ég sem var farinn að hlakka til að spila í uefa-cup, svei.  Annars hlýtur þessi leikur bara að hafa verið dómaraskandall... en hvernig væri Óli að láta fylgja byrjunarliðin úr bæði þessum leik og BN leiknum svo þau gleymist ekki. 

Kjartan Bragi (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband